Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 22
danskar krónur fyrir kílóið. Lax í 1. flokki er 9 kg og meira, 2. fl. 7-9 kg, 3. fl. 5-7 kg, 4. fl. 4-5 kg, 5. fl. 3^1 kg, 6. fl. 3 kg og minna. Að morgni þess 10. sigldi ég með ferjunni Trándi frá Þórshöfn til Tófta á Austurey og með bíl fór ég til Norða- götu þar sem Hamrafossur, 273 lesta bátur með frystilest, lá við bryggju. Við létum úr höfn síðdegis þennan sama dag. Skipstjóri var Jakup Martin Jak- obsen, stýrimaður Jakup Mor, vélstjóri Hans Terji Hansen, matsveinn Jakup Mikkelsen, lestarstjóri/háseti Atli Lómstein, aðgerðarstjóri/háseti Ás- mund Hansen. Útgerðarstjóri var Oddfríður Gregersen. VEIÐISVÆÐIÐ Frá Austurey var siglt suður fyrir Götunes og haldið norður Kalsoyar- fjörð, síðan var stefnan sett á veiði- svæðið norðnorð-austur í Noregshaf (1. mynd). Veiðisvæði hvers báts er afmarkað vegna annarra báta sem eru að veiðum á sama svæði og því er ekki auðvelt að færa sig eftir að veiðarnar eru hafnar. Flestir bátarnir voru að veiðum norð- norð-austur af okkur, og sá ég ekki önnur veiðiskip alla veiðiferðina. VEIÐARNAR Veiðarnar eru stundaðar þannig að línan er oftast lögð um miðnætti eða rétt eftir miðnætti. Allir bátar leggja línuna á sama tíma og í sömu stefnu til þess að koma í veg fyrir að siglt sé yfir línu annarra báta. Reynsla þeirra skip- stjóra sem eru með yfirborðshitamæla er að besta veiðin virtist vera á milli 3-4 gráðu yfirborðshita (1. mynd). Stefnan sem lagt er í ræðst af vindátt hverju sinni. Vindurinn er hafður þvert eða rétt aftan við þvert á stjórnborða þegar línan er lögð (3. mynd A). Lagt er með um það bil fjögurra sjómflna ferð og tekur lögnin þrjár til fimm klukku- stundir. Alls var línan lögð átján sinn- um í þeirri veiðiferð sem hér er greint frá (Tafla 1). Þrír menn eru við lagninguna, einn beitir línuna um leið og lagt er, annar passar uppá flotin og þriðji nær í beit- una og skiptir við beitingamanninn af og til. Brislingur (Sprattus sprattus) var notaður sem beita. Baujur (2. mynd), sem senda út morsstafi á mismunandi tíðni eru hafðar svo hægt sé að miða þær út á rekinu og ef línan slitnar eða ef vindátt breytist og fara þarf í hinn end- ann til þess að draga línuna. Oftast er línan látin liggja í sjó í 7-8 klukkustund- ir og drátturinn hefst eftir að menn hafa borðað hádegisverð. Línan er dregin inn á stjórnborða til hlés (3. mynd B). Drátturinn tekur u.þ.b. tíu klukku- stundir. Skipstjórinn andæfir þannig að hæfilegur slaki er á línunni svo að hægt sé að draga sem hraðast. Ef lax er á línunni þá verður að stoppa skipið, en eftir að laxinn er kominn inn er sett á ferð að nýju og síðan koll af kolli. Þrír skipverjar eru við dráttinn, einn raðar flotunum öðrumegin í kassa, annar sér um tauminn, þriðji stjórnar drættinum og háfar laxinn upp og rotar hann og bætir á ef vantar taum. Vélstjórinn kemur í aðgerðina þegar líður á drátt- inn en hann tekur baujuvaktina. AÐGERÐIN Laxinn er fyrst skorinn vandlega frá gotrauf og fram að eyruggum, því næst eru innyflin skorin frá, blóðmergurinn skafinn burtu og kviðarholið skrubbað í sjó. Að drætti loknum er laxinn hengdur upp á sporðinum með spyrðu- bandi, í fyrstu uppi á dekki (4. mynd) og þeir taldir þar en síðan eru þeir hengdir upp í frystilestinni. Frystum afla frá deginum áður er raðað í stíur í 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.