Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 26
5. mynd. Mismunandi uggaklippingar á laxi. - Different types offinclips used for tagging salmon. ar) var örmerktur (sá fyrsti sem fram kemur í veiði Færeyinga til þessa) og var hann frá Skotlandi. Þrír laxanna sem voru með utanáliggjandi merki voru frá Ási í Noregi. Alls voru 106 laxar úr aflanum vigt- aðir bæði slægðir og óslægðir. Minnsta-, mesta- og meðalþyngd þeirra eftir stærð, er sýnd í Töflu 3. Meðallengd þessara 106 laxa var 78 cm eða 4 kg að meðalþyngd aðgerður (Tafla 3). Samkvæmt þessu má áætla að heildaraflinn í veiðiferðinni hafi ver- ið um 10,7 tonn (2668 laxar, 4 kg hver) af slægðum fiski. AFLASAMSETNING Afli á 1000 króka (6. mynd) sýnir aflabrögðin miðað við tiltekna sókn (sambærilegt við afla á togtíma). Afl- inn var nokkuð breytilegur í einstökum lögnum, en skýringin á mismunandi afla er sennilegast fólgin í veðráttunni, vont veður er gott laxaveður. Þá virðist laxinn einnig taka betur í rökkurskilun- um en á öðrum tímum.Lélegust var veiðin í lögn nr. 16 (6. mynd). Þar er skýringin sú að hvalavaða (sennilega andarnefjur) kom er við vorum búnir að draga u.þ.b. !6 af línunni, renndi sér meðfram henni og át laxinn af. Eftir að

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.