Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 41
Að líkindum munu Kvíármýraröld- ur fram undan Kvíármýrarkambi samskonar jarðmyndun. Virðist það raunar koma skýrt í ljós þegar horft er út yfir þetta svæði báðum megin Kambanna, t. d. ofan frá Vatnafjalla- brún. En um Kvíármýraröldur falla aðeins smálækir, og sjást þar því tæp- ast fersk þversnið eins og eftir Vatt- ará. Ytri brún Kvíármýraraldna er brattur marbakki frá því að sjávarborð var nokkru hærra, og verður því að ætla að Iíkt hafi ytri brún Aldanna hinum megin Kambsmýrarkambs litið út áður en Eystri Kvíá tók að bera fram aur. Sé það haft í huga, má vera að orð Gísla prests Finnbogasonar frá því nálægt 1700 um lón framundan Kvískerjabæ og örnefnið „Vothamar" séu ekki úr lausu lofti gripin (Á. M. Chorographica Isl., Safn . . .2. fl.). Ljóst má vera þegar ofanskráð sam- antekt um gosminjar á þessu svæði er tekin saman, að þarna hafa orðið mjög svo mikils háttar umbyltingar fyrir ekki ýkja löngu, enda þótt hraun- rennslis gæti ekki mikið og ekki sé allt frá sama tíma (en ósagt skal látið, hvort munu sjást merki fleiri hlaupa). Fjalllendið Vatnafjöll-Staðarfjall hlýtur óhjákvæmilega að hafa haft verulega annað útlit jökulmegin fyrir umbrot þessi áður en yngsta hraunið rann og er að líkindum erfitt að geta í eyðurnar um útlit þess svæðis þá, eða máske hafi orðið sprenging? Að minnsta kosti er ekki að undra þótt jökullinn hafi haft ríkulegt efni í Kambana, er sýnilega hafa myndast einhverntíma eftir fyrrnefnt hlaup, einnig hinir eldri jökulgarðar, sem leifar sjást af í grenndinni. Að Iokum skal tekin upp tilvitnun úr Ferðabók Hendersons, ísl, þýðingin bls. 156—157, þótt ég geri að vísu ekki öll orð hans að mínum. Hann var þarna aðeins á hraðri ferð venjulega leið út yfir Breiðamerkursand, en vafasamt er að fram á þennan dag hafi nokkur haft næmari auga fyrir náttúru- umbrotum þeim, sem þarna hafa átt sér stað: „Við komum nú í það umhverfi, sem er svo raunalegt og úfið á að líta, að annað ömurlegra er ekki unnt að hugsa sér. Eru þetta rústirnar af fjallaklasa, sem skekinn hefur verið allt til grunna . . . þegar jökullinn brast með hræði- legri sprengingu og gereyddi ströndina þarna um slóðir. Allt í kring lágu ódæmin öll af móbergi og hörðnuðum leir . . . Upp í miðbik fjallsins liggur skuggalegt gil og endar í ólögulegum klettum, en umhverfis í allar áttir voru kynstur af fornum ís, er teygði sig alla leið til jökulsins á bak við. Voru í hon- um allskonar fornar gosleifar“. Flosi Björnsson, Kvískerjum, Örœfum. 135

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.