Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 45
nefi. Ársgamlar kríur eru mjög líkar sflaþernum á sama aldri. Þær hafa ljós- an kvið, svartan nefbrodd og ljóst enni. Tálþerna (Sterna forsteri) Tálþernur verpa í dreifðum byggð- um hér og hvar í N-Ameríku. Þær byggja oft flothreiður eða hreiðra um sig ofan á búum bísamrotta (Ondatra zibethicd). Tálþernur lifa á smáfisk- um, en einnig talsvert á skordýrum. Þótt tálþernur verpi að mestu langt inn til lands, fljúga þær til sjávar á haustin og dvelja að vetrarlagi við austurströnd N-Ameríku allt suður til Mexíkóflóa og við vesturströndina frá Kaliforníu til Guatemala. Á fartíma á haustin sjást tálþernur á austurströnd Bandaríkjanna allt norður til Nýja Englands. Tálþerna hefur aðeins sést einu sinni hér á landi, og var það ennfrem- ur í fyrsta sinn sem hún sást í Evrópu: 1. Heimaey, Vestm, 22. október 1959 (<í ad RM3507). Sigurður V. Jónatansson. Næst sást tálþerna í Evrópu á tíma- bilinu janúar— mars 1980 við Cornwall í SV-Englandi (Cave 1982). Nýlega hafa svo sjö bæst við á Bretlandseyjum (Rogers o.fl 1986). Tálþernur eru mjög líkar kríum. í sumarbúningi má greina þær frá kríum á svartyddu rauðgulu nefi og rauðgul- um fótum, mun ljósari kviði, Ijós- grárra baki og nær hvítum handflug- fjöðrum. Stélið er einnig dekkra, með hvítum jöðrum. Á veturna missa full- orðnu fuglarnir svörtu hettuna, en eft- ir verður svört skella kringum augu og á hlustaþökum. Er þetta gott einkenni á tálþernum. Nefið verður einnig svart. Ungfuglarnir hafa dekkra bak, styttra stél og svarta hliðarskellu á höfði. Við greiningu á ársgömlum tál- þernum ber að hafa kríur á sama aldri í huga. Möttulþerna (Sterna fuscata) Möttulþernur verpa á eyjum á hita- beltissvæðum í höfunum allt í kringum hnöttum. Tegundinni er skipt í nokkr- ar deilitegundir. Þær verpa í þéttum vörpum, oft mjög stórum. Möttul- þernur eru miklir flugfuglar og setjast sjaldan á sjó eða á land utan varptíma. Eggin voru nýtt af sjómönnum áður fyrr og kölluðu þeir möttulþernur „eggfugla" (Alexander 1963). Utan varptíma halda möttulþernur sig út í hafsauga og sjást sjaldan nærri landi. Illviðri og fellibyljir hrekja þær þó stundum upp að ströndum megin- landa. Möttulþernur hafa sést í N-Atl- antshafi allt til Nova Scotia í NA-Am- eríku og til Noregs og íslands. Við Bretlandseyjar hafði 26 fugla orðið vart fram til 1984, og sáust þeir á tímabilinu aprfl til október, flestir í júní, júlí og ágúst. Möttulþernur hafa einnig sést í Þýskalandi, við Ítalíu, Frakkland og Spán, og nýlega við Sví- þjóð og Noreg, alls um 9 fuglar. Flestir þessir fuglar sáust að sumarlagi. Hér við land hefur möttulþerna fundist einu sinni: 1. Kaldaðarnes í Flóa, Árn, FD 12. júní 1969 (<J ad RM3508). Ingibjörg Pétursdóttir. Fugl þessi fannst nýdauður í kríu- varpi í hólma í Ölfusá og hafði senni- lega verið drepinn af fálka. Möttulþerna er fremur stór þerna, brúnsvört á baki, vængjum og stéli, brún á kolli en gráhvít á kviði, bringu, vöngum og enni. Svartir taumar eru frá augum að nefrót. Stél er djúpsýlt með hvítum jöðrum. Nef og fætur eru svartir. Ungfuglar eru sótbrúnir með hvítum doppum á baki, vængjum og stéli. 139

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.