Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 45

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 45
nefi. Ársgamlar kríur eru mjög líkar sflaþernum á sama aldri. Þær hafa ljós- an kvið, svartan nefbrodd og ljóst enni. Tálþerna (Sterna forsteri) Tálþernur verpa í dreifðum byggð- um hér og hvar í N-Ameríku. Þær byggja oft flothreiður eða hreiðra um sig ofan á búum bísamrotta (Ondatra zibethicd). Tálþernur lifa á smáfisk- um, en einnig talsvert á skordýrum. Þótt tálþernur verpi að mestu langt inn til lands, fljúga þær til sjávar á haustin og dvelja að vetrarlagi við austurströnd N-Ameríku allt suður til Mexíkóflóa og við vesturströndina frá Kaliforníu til Guatemala. Á fartíma á haustin sjást tálþernur á austurströnd Bandaríkjanna allt norður til Nýja Englands. Tálþerna hefur aðeins sést einu sinni hér á landi, og var það ennfrem- ur í fyrsta sinn sem hún sást í Evrópu: 1. Heimaey, Vestm, 22. október 1959 (<í ad RM3507). Sigurður V. Jónatansson. Næst sást tálþerna í Evrópu á tíma- bilinu janúar— mars 1980 við Cornwall í SV-Englandi (Cave 1982). Nýlega hafa svo sjö bæst við á Bretlandseyjum (Rogers o.fl 1986). Tálþernur eru mjög líkar kríum. í sumarbúningi má greina þær frá kríum á svartyddu rauðgulu nefi og rauðgul- um fótum, mun ljósari kviði, Ijós- grárra baki og nær hvítum handflug- fjöðrum. Stélið er einnig dekkra, með hvítum jöðrum. Á veturna missa full- orðnu fuglarnir svörtu hettuna, en eft- ir verður svört skella kringum augu og á hlustaþökum. Er þetta gott einkenni á tálþernum. Nefið verður einnig svart. Ungfuglarnir hafa dekkra bak, styttra stél og svarta hliðarskellu á höfði. Við greiningu á ársgömlum tál- þernum ber að hafa kríur á sama aldri í huga. Möttulþerna (Sterna fuscata) Möttulþernur verpa á eyjum á hita- beltissvæðum í höfunum allt í kringum hnöttum. Tegundinni er skipt í nokkr- ar deilitegundir. Þær verpa í þéttum vörpum, oft mjög stórum. Möttul- þernur eru miklir flugfuglar og setjast sjaldan á sjó eða á land utan varptíma. Eggin voru nýtt af sjómönnum áður fyrr og kölluðu þeir möttulþernur „eggfugla" (Alexander 1963). Utan varptíma halda möttulþernur sig út í hafsauga og sjást sjaldan nærri landi. Illviðri og fellibyljir hrekja þær þó stundum upp að ströndum megin- landa. Möttulþernur hafa sést í N-Atl- antshafi allt til Nova Scotia í NA-Am- eríku og til Noregs og íslands. Við Bretlandseyjar hafði 26 fugla orðið vart fram til 1984, og sáust þeir á tímabilinu aprfl til október, flestir í júní, júlí og ágúst. Möttulþernur hafa einnig sést í Þýskalandi, við Ítalíu, Frakkland og Spán, og nýlega við Sví- þjóð og Noreg, alls um 9 fuglar. Flestir þessir fuglar sáust að sumarlagi. Hér við land hefur möttulþerna fundist einu sinni: 1. Kaldaðarnes í Flóa, Árn, FD 12. júní 1969 (<J ad RM3508). Ingibjörg Pétursdóttir. Fugl þessi fannst nýdauður í kríu- varpi í hólma í Ölfusá og hafði senni- lega verið drepinn af fálka. Möttulþerna er fremur stór þerna, brúnsvört á baki, vængjum og stéli, brún á kolli en gráhvít á kviði, bringu, vöngum og enni. Svartir taumar eru frá augum að nefrót. Stél er djúpsýlt með hvítum jöðrum. Nef og fætur eru svartir. Ungfuglar eru sótbrúnir með hvítum doppum á baki, vængjum og stéli. 139
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.