Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 51
Hólmgeir Björnsson: Vinnsla sólarorku í landbúnaði og nýting hennar INNGANGUR Hin síðari ár hefur verið leitað eftir orkugjöfum í stað þess eldsneytis, sem hefur varðveitt sólarorku frá fyrri jarð- sögutímum til okkar daga en fer þverr- andi. Er þá einkum horft til orkugjafa sem ekki dvína að ráði þótt þeir séu nytj- aðir. Ef til vill kemur mönnum fyrst í hug kjarnorka og jarðhiti, en mikilvægastir eru þó orkugjafar, sem binda og miðla geislaorku sólar, þ.e. vatnsorka, vind- orka, sólarorkuver ýmiss konar og síðast en ekki síst jarðargróði. Hefur viður frá alda öðli verið einn helsti orkugjafi mannsins til eldsneytis, og hestar, en þeir nýta fóðurorku, voru helsta sam- göngutækið á landi, þar til vélaraflið leysti þá af hólmi. Jarðargróði kemur ekki síst til álita sem orkugjafi í löndum eins og íslandi, þar sem orkuframleiðsla þarf ekki að keppa að ráði við aðra land- nýtingu. Árið 1977 voru um 54% orku- notkunar á Islandi fengin úr innfluttu eldsneyti (Jón Steinar Guðmundsson o.fl. 1980), svo að til mikils er að vinna. Hér á eftir verður fyrst greint frá þeim möguleikum sem eru á bindingu sólar- orkunnar í gróðri. Síðan verður fjallað 1) í þeim heimildum, sem stuðst var við, var orkan víðast reiknuð í kaloríum. Nú er hins vegar að verða algengara að nota orkueininguna Joule, 1 kal = 4,187 J, og geislun sýnd sem megajoule á fermetra. T.d. eru 500 kal/cm2 = 20,93 MJ/m‘. um hagnýtingu orkunnar í núverandi bú- skap og hvernig megi auka hana. Hefur Sturla Friðriksson (1984) áður gefið víð- tækara yfirlit yfir nýtingu sólarorku í ís- lenskum landbúnaði og á gróðurlendi íslands, og Bjarni Guðmundsson (1982) hefur gert grein fyrir orkumálum land- búnaðarins. GEISLAORKAN Par sem sól er hátt á lofti, er gert ráð fyrir, að meðalorkumagn þeirrar geisl- unar sem nær til jarðar sé um 500 kal/ cmVdag1’ (Mac Key 1978), sjá 1. töflu. Markús Á. Einarsson (1969) hefur birt niðurstöður 10 ára mælinga á geislun í Reykjavík. Nú eru fáanleg á Veðurstofu fslands 23 ára meðaltöl (Hreinn Hjartar- son, óbirtar niðurstöður). Samkvæmt þeim er sólgeislun á heiðskírum degi 758 kal/cm2/dag á láréttan flöt í júní - ágúst, en á meðaldegi 378 kal/cm2/dag. Telja má það góða geislanýtingu, ef 1-2% geislaorkunnar nýtast til tillífunar lífrænna efna umfram það sem tapast við öndun jurtanna. Dæmi um afdrif ljósork- unnar er í 2. töflu. Hjá einfruma græn- þörungum, sem vaxa í vatni, eins og t.d. Chlorella er engin uppgufun og þeir geta nýtt mun hærra hlutfall ljósorkunnar. Það er einkum bláa og rauða ljósið, sem nýtist til tillífunar. Plönturnar binda grænu geislana aðeins að takmörkuðu Náttúrufræðingurinn 57 (3), bls. 145-155, 1987 145

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.