Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 51
Hólmgeir Björnsson: Vinnsla sólarorku í landbúnaði og nýting hennar INNGANGUR Hin síðari ár hefur verið leitað eftir orkugjöfum í stað þess eldsneytis, sem hefur varðveitt sólarorku frá fyrri jarð- sögutímum til okkar daga en fer þverr- andi. Er þá einkum horft til orkugjafa sem ekki dvína að ráði þótt þeir séu nytj- aðir. Ef til vill kemur mönnum fyrst í hug kjarnorka og jarðhiti, en mikilvægastir eru þó orkugjafar, sem binda og miðla geislaorku sólar, þ.e. vatnsorka, vind- orka, sólarorkuver ýmiss konar og síðast en ekki síst jarðargróði. Hefur viður frá alda öðli verið einn helsti orkugjafi mannsins til eldsneytis, og hestar, en þeir nýta fóðurorku, voru helsta sam- göngutækið á landi, þar til vélaraflið leysti þá af hólmi. Jarðargróði kemur ekki síst til álita sem orkugjafi í löndum eins og íslandi, þar sem orkuframleiðsla þarf ekki að keppa að ráði við aðra land- nýtingu. Árið 1977 voru um 54% orku- notkunar á Islandi fengin úr innfluttu eldsneyti (Jón Steinar Guðmundsson o.fl. 1980), svo að til mikils er að vinna. Hér á eftir verður fyrst greint frá þeim möguleikum sem eru á bindingu sólar- orkunnar í gróðri. Síðan verður fjallað 1) í þeim heimildum, sem stuðst var við, var orkan víðast reiknuð í kaloríum. Nú er hins vegar að verða algengara að nota orkueininguna Joule, 1 kal = 4,187 J, og geislun sýnd sem megajoule á fermetra. T.d. eru 500 kal/cm2 = 20,93 MJ/m‘. um hagnýtingu orkunnar í núverandi bú- skap og hvernig megi auka hana. Hefur Sturla Friðriksson (1984) áður gefið víð- tækara yfirlit yfir nýtingu sólarorku í ís- lenskum landbúnaði og á gróðurlendi íslands, og Bjarni Guðmundsson (1982) hefur gert grein fyrir orkumálum land- búnaðarins. GEISLAORKAN Par sem sól er hátt á lofti, er gert ráð fyrir, að meðalorkumagn þeirrar geisl- unar sem nær til jarðar sé um 500 kal/ cmVdag1’ (Mac Key 1978), sjá 1. töflu. Markús Á. Einarsson (1969) hefur birt niðurstöður 10 ára mælinga á geislun í Reykjavík. Nú eru fáanleg á Veðurstofu fslands 23 ára meðaltöl (Hreinn Hjartar- son, óbirtar niðurstöður). Samkvæmt þeim er sólgeislun á heiðskírum degi 758 kal/cm2/dag á láréttan flöt í júní - ágúst, en á meðaldegi 378 kal/cm2/dag. Telja má það góða geislanýtingu, ef 1-2% geislaorkunnar nýtast til tillífunar lífrænna efna umfram það sem tapast við öndun jurtanna. Dæmi um afdrif ljósork- unnar er í 2. töflu. Hjá einfruma græn- þörungum, sem vaxa í vatni, eins og t.d. Chlorella er engin uppgufun og þeir geta nýtt mun hærra hlutfall ljósorkunnar. Það er einkum bláa og rauða ljósið, sem nýtist til tillífunar. Plönturnar binda grænu geislana aðeins að takmörkuðu Náttúrufræðingurinn 57 (3), bls. 145-155, 1987 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.