Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 52
1. tafla. Sólgeislun á láréttan flöt, kal/cm2/dag. - Solar radiation on a flat plane (cal/ cm2/day). Á heiðskírum degi í Reykjavík, (Clear day in Reykjavík) júní-ágúst 758 Á meðaldegi í Reykjavík (Average day in Reykjavík) júní 411 júlí 410 ” ágúst 312 » júní-ágúst 378 Erlent meðalgildi (Mac Key 1978) (Mean radiation) 500 leyti. Þeir endurkastast því og gefa gras- inu græna litinn. Ósýnilegir geislar nýt- ast alls ekki til tillífunar. Á hverja sam- eind af C02, sem binst, þarf (8-) 10 skammta af ljósorku, hver sem liturinn er. Rauðu skammtarnir hafa minni orku en þeir bláu. Sú orka sem binst í hverri sameind er hins vegar alltaf hin sama, svo að orka rauðu geislanna nýtist betur til tillífunar. HÁMARKSVÖXTUR NYTJAGRÓÐURS Mac Key (1978) telur, að allt að 5,3% geislaorkunnar eigi að geta nýst til tillíf- unar þegar best lætur. Eru það um 12% sýnilegrar geislunar, sem ætti að gefa 670 kg/ha/dag af þurrefni að rótum meðtöld- um þegar tekið hefur verið tillit til önd- unartaps. Þetta mark er þó langt ofan þess, sem nokkurs staðar þekkist. Hæstu skammtímagildi eru að vísu allt að 540 kg/ha/dag auk rótarvaxtar, en 100 daga meðaltöl yfir 200 kg/ha/dag eru líklega sjaldgæf. Nokkur dæmi um mikla þurr- efnismyndun og hæstu skammtímagildi samkvæmt Mac Key (1978) eru í 3. töflu. Eftir mismunandi leiðum, sem kolefnið fer í tillífuninni, eru plönturnar flokkað- ar í C4-plöntur og C3-plöntur. Hinar fyrr töldu, sem vaxa einkum í hitabeltinu, nýta sólarorkuna betur til tillífunar og kemur það fram í vaxtarhraða þeirra samkvæmt 3. töflu. Á 1. mynd eru sýndar niðurstöður vikulegra uppskerumælinga á vallar- foxgrasi (Phleum pratense) á Korpu og er gildi 3. töflu um vöxt vallarfoxgrass dregið af þessum niðurstöðum. Niður- stöðurnar eru meðaltöl þriggja stofna. Borið var á 15. maí 1979 og 13. maí 1980. Áburðarmagn var 120 kg N/ha. í tilraun- inni voru einnig liðir, þar sem mun seinna var borið á, en þar spratt nokkru minna. Aðrar grastegundir, sem einnig voru í sömu tilraun, gáfu ekki eins mikið af sér. Hins vegar má vænta þess, að töluvert meiri spretta hefði fengist með meiri áburði. Uppskerumælingarnar voru ekki gerðar á sömu reitunum bæði árin. Hefur því landmunur áhrif á sam- anburð milli ára, og ekki er víst, að unnt sé að fá jafnmikla uppskeru ár eftir ár á sama stað. Árin tvö, sem niðurstöður 1. myndar eru frá, voru mjög ólík um veðurfar. Ár- ið 1979 var eitt kaldasta ár aldarinnar og fór klaki ekki úr jörð á veðurathugunar- stað á Korpu fyrr en fyrstu dagana í júní, en um mánaðamótin apríl - maí 1980. Mismunur sumarhita var einnig nokkur. Meðalhiti júní - ágúst var 9,2°C 1979 en 10,3°C 1980. Athyglisvert er, að árferðismunur kom einkum fram í því, að seinna spratt 1979. Heildaruppskera var þó einnig minni 1979 og hefur jarðvegurinn gefið af sér minna nitur það ár. Sprettuhraði var 146

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.