Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 59

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 59
olíuverð var hátt, áður en það lækkaði 1985. A Islandi gefa einærar jurtir tiltölulega litla uppskeru á flatareiningu vegna þess hve seint vorar. Akurinn grænkar of seint til þess að ná að nýta til fulls geisl- unina, þegar sól er hæst á lofti. Bæði kartöflur og gulrófur geta þó gefið mikið af sér. Spírun hefur lengi verið notuð til að flýta því að kartöflur komi upp, og gulrófnaplöntur má rækta í vermireitum og setja síðan niður með vélum. Með því móti má ná sæmilegri nýtingu á geislun- inni í júní. Miklu vænlegri til árangurs hér á landi er ræktun á fjölærum trénis- rfkum gróðri, líklega helst grasi. Úr hon- um má vinna gas, og horfur munu vera á, að brátt verði tiltækar aðferðir til að vinna fljótandi eldsneyti úr slíkum gróðri. Einkum á Suðurlandi er unnt að taka til ræktunar víðáttumikil, samfelld landsvæði, þannig að með góðu skipulagi ætti að vera unnt að halda niðri flutnings- kostnaði, sem er með hærri kostnaðar- liðum. Hér yrði orkuræktun líka í lítilli samkeppni við aðra ræktun. Hún ætti því að geta orðið samkeppnisfær við orku- ræktun í öðrum löndum. NIÐURLAG Sólarorka er mikilvægasti orkugjafi okkar jarðarbúa. Hún er best nýtt í land- búnaði og skógrækt, en einnig má nefna hagnýtingu vatnsorku og vindorku og sólarorkuver. í landbúnaði er þó orku- gildi afurðanna ekki alltaf haft að leiðar- ljósi, og í kvikfjárrækt skila aðeins um 5% orkunnar sér í afurðum. Allt að 10% til viðbótar má vinna sem eldsneyti úr búfjáráburði. Með nýjum rannsóknum, t.d. á Norðurlöndum, hefur töluverður árangur náðst í bættri hagnýtingu jarðar- gróða sem orkugjafa. Hér á landi er binding geislaorku í gróðri um hásumarið sambærileg því, sem best þekkist erlendis, ef ræktunin er í góðu lagi. Vaxtartíminn hér er þó stutt- ur. Sýnt var dæmi um vöxt vallar- foxgrass, sem var 140 kg/ha/dag í 8-9 vik- ur, eða um tonn á viku, tvö sumur í röð. Að viðbættum þeim vexti, sem er fyrr að vorinu, getur uppskeran hæglega náð 10 tonnum. Þessi árangur fékkst með hóf- legum áburði, 120 kg N/ha. Með meiri áburði eða með því að velja gróður, sem sprettur lengur fram eftir sumri, ætti að vera unnt að ná meiri uppskeru, ef sprettuskilyrði eru að öðru leyti jafngóð og í þessum tilraunum. Nú þegar er meira en helmingur orku- notkunar íslendinga frá innlendum orkugjöfum. Hins vegar erum við mjög háðir innflutningi olíu og bensíns til að halda uppi samgöngum og fiskveiðum. Hér á landi er mikið af ræktanlegu landi sem bíður notkunar og mætti taka til ræktunar á orkugæfum gróðri, annað hvort til framleiðslu á fljótandi eldsneyti eða gasi eða sem kolefnisgjafa við vetnis- framleiðslu. Sumt af þessari framleiðslu myndi auk þess byggjast á þeirri gnótt óbeislaðrar vatnsorku sem er í landinu. Orkuvinnsla úr gróðri yrði í samkeppni við mó. Fljótt á litið virðist mórinn hafa verulega yfirburði. Mikið er til af hon- um, svo að töluvert má ganga á hann. Það sem getur mælt á móti móvinnslu er annars vegar, hve öskuríkur íslenskur mór er, og hins vegar ýmis landnýtingar- og náttúruverndarsjónarmið. Á þorravöku Menntaskólans við Sund 1982 tók einn bekkurinn til meðferðar ræktun gróðurs til framleiðslu á elds- neyti. Miðað var við nýja tækni til fram- leiðslu verðmæts eldsneytis úr gróðri, sem ekki mun fullmótuð enn. Sýndu út- reikningar ungu mannanna mjög já- kvæðar niðurstöður. Verður fróðlegt að sjá, hvort þessi framtíðarsýn endist þeim námsárin, svo að þeir hefjist handa við að láta hana rætast á manndómsárunum. 153
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.