Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 63
Haukur Jóhannesson:
Grímsvatnagos 1816
í bók sinni um Skeiðarárhlaup og
Grímsvatnagos minnist Sigurður Þór-
arinsson (1974) á hlaup í Skeiðará í júní
1816. Heimild Sigurðar er almanak
Sveins Pálssonar læknis (1816). í það
skrifar Sveinn 22. júní 1816: „Stórhlaup
í Skeiðará síðan 15da“. Sigurður dregur
ekki í efa að Sveinn fari með rétt mál
enda bjó hann þá í Vík í Mýrdal.
Nú hefir komið í leitirnar heimild,
sem getur um öskufall skömmu áður en
Skeiðará hljóp. Heimildin er skýrsla
prófessors Finns Magnússonar um eld-
gos á íslandi 1636-1844. Hún er skráð á
þýsku og virðist Finnur hafa sent hana
til Alexanders von Humboldt annað
hvort árið 1845 eða 1846 en þá átti Finn-
ur í bréfaskriftum við hann. Skýrslan er
nú í handritasafni Landsbókasafnsins
undir númerinu Lbs. 1930 4to en í hana
vantar þó tvær blaðsíður. Henni fylgja
einnig tvö bréf sem Finnur skrifaði
Humboldt, það fyrra dagsett 20. júní
1845 og hið síðara 7. og 12. apríl 1846.
Þetta mun vera frumritið því það var
keypt í Þýskalandi 1922.
I skýrslunni greinir Finnur svo frá við
árið 1816:
„Auf meiner Seereise von Copenhag-
en nach Island (wenn ich recht erinnere,
im Mai Monat) wurden, bei nördlichen
oder nordostlichen Winde, nicht sehr
weit von der siidostlichen Kiiste des
Landes (die uns doch damals nicht
sichtbar war) die Segel, Takelwerk und
Deck des Schiffes mit finer rötlichen
Asche bedecht. Wir erwarteten bald
einen grossen vulkanischen Ausbruch
zu erfahren, hörten aber seitdem nichts
solches; doch hatten einige Bauern in
Island selbst um dieselbige Zeit, eine
sehr sehr feine Asche auf dem Grase
wahrgenommen. “
í lauslegri þýðingu útleggst textinn:
„Á sjóferð minni frá Kaupmannahöfn
til íslands (í maímánuði ef ég man rétt)
gerðist það í norlægri eða norðaustlægri
átt, ekki mjög langt undan suðaustur
strönd landsins (sem við sáum þó ekki),
að segl, reiði og þilfar skipsins þaktist
fínni rauðleitri ösku. Við bjuggumst við
að bráðlega myndum við upplifa mikið
eldgos; en heyrðum ekkert frekara um
slíkt; þó höfðu nokkrir bændur á íslandi
á sama tíma orðið varir við afar fíngerða
ösku á grasi“.
Þegar Finnur skráir ofangreinda frá-
sögn voru liðin nær þrjátíu ár frá því at-
burðurinn átti sér stað. Kaupskip sem
voru í siglingum milli Kaupmannahafn-
ar og íslands á þessum árum lögðu
vanalega af stað síðla í mars eða í önd-
verðum apríl en til íslands komu þau
um miðjan maí en þó gat það dregist
fram í miðjan júní ef þau hrepptu vond
veður og slæmt leiði. Ég hefi gert
nokkra leit að því hvenær Finnur kom
til landsins þetta ár, m.a. kannað vega-
bréfabækur Reykjavíkur en sú leit hefir
ekki borið árangur. Því verður að taka
orð Finns trúanleg um, að það hafi ver-
ið í maí og að líkindum um miðjan mán-
uðinn.
Lýsingin á öskufallinu er keimlík
mörgum slíkum lýsingum á öskufalli
frá gosum í Vatnajökli og nefnir Sig-
urður Þórarinsson (1974) mörg dæmi
Náttúrufræöingurinn 57 (3), bls. 157-159,1987
157