Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 8
Brynjúlfi Jónssyni 1862“. Þar segir:
. hraunið er fyrir víst komið austan
af Landmannaafrétti, máske fyrst þang-
að norður úr Heklu“. Brynjúlfur Jónsson
frá Minnanúpi var brautryðjandi í forn-
leifafræði á Islandi og er kunnastur sem
frábær vísindamaður í þeirri grein. Hitt
hefur farið framhjá flestum, að hann var
einnig mjög glöggur á jarðfræði þótt
hann fengist annars lítið við þá fræði-
grein. Brynjúlfur skrifaði fleiri Þjórsár-
dalslýsingar en þá sem hér var vitnað í.
Sú síðasta er hin kunna grein „Um
Þjórsárdal“ sem birtist í Árbók Forn-
leifafélagsins 1885 en hún mun skrifuð
árið 1880.
Brynjúlfur nefnir hraunið aldrei neinu
einstöku nafni. „Hraun þetta“ -segir
hann um hraunið í Þjórsárdal- „er einn
hluti hins mikla hraunflóðs, sem runnið
hefur austan af Landmanna afrjetti og ef
til vill komið fyrst úr Heklu og flotið
fram milli Valafells og Búrfells; liggur
það undir jarðveginum í því nær allri
Landssveit, Núps- og Hofsheiðum í
Eystra hreppi, Árnesinu, Skeiðum mest-
öllum, Lága-Flóanum, Eyrarbakka og
allt fram í sjó“.
I þessari skarpskyggnu lýsingu kemur
fram sú skoðun að allt hraunflæmi
Tungnárhraunanna sé myndað í einu
gosi. Sú var líka skoðun jarðfræðinga
fram á miðja 20. öld. Brynjólfur frá
Minnanúpi áttaði sig þó á því síðar, að
svo mundi ekki vera, þótt enginn virðist
hafa gefið því neinn gaum. í Árbók
Fornleifafélagsins 1907 og aftur 1911,
bendir hann á að Gloppubrún á Landi sé
hraunjaðar yngra hrauns ofan á Þjórsár-
hrauni. Brynjólfur lætur sér nægja að
segja að hraunið hafi komið austan af
Landmannaafrétti, en þvertekur ekki
fyrir þá skoðun Jónasar Hallgrímssonar
að það kunni að vera úr Heklu.
Þorvaldur Thoroddsen (1911) er ná-
kvæmari í staðsetningu gosstöðvanna og
telur „hraunið" runnið frá Veiðivötnum.
í Lýsingu íslands hefur hann ritað grein-
argóða lýsingu á útbreiðslu þess. Þar
giskar hann á að rúmmál þess sé um 40
km3. Það má kallast nokkuð nærri lagi,
því að hér er Þorvaldur að tala um allt
hraunaflæmið frá Veiðivatnasvæðinu að
Þjórsárhrauninu meðtöldu.
Guðmundur Kjartansson lýsir Þjórsár-
hrauni í Árnesingasögu sinni (1943). Þar
telur hann engan vafa leika á því „að allt
hraun á hinni 100 km leið frá ósum
Þjórsár eða Ölfusár og spölkorn upp
með Tungná er sama flóðið". Árið 1947
er Guðmundur Kjartansson enn sama
sinnis í skýrslu til Raforkumálastjóra,
sem hann skrifaði ásamt dr. L. Hawkes.
Árið 1949 breyttust skoðanir jarð-
fræðinga og Þjórsárhrauninu var skipt í
tvennt. Sigurður Þórarinsson lýsir því í
riti sínu Laxárgljúfur and Laxárhraun
(1951). „Þar til nú nýverið hefur Þjórsár-
hraunið, sem teygir sig frá Veiðivötnum
allt til suðurstrandarinnar, verið talið
eitt einstakt hraun. Snemmsumars 1949
fann ég mér til furðu í jarðvegssniðum
sem grafin voru skammt vestur af Þjórsá,
milli Þjófafoss og Búrfellsháls að lögin
H5 og H4 voru bæði til staðar á Þjórsár-
hrauninu á meðan H4 hafði ekki fundist í
sniðum sem ég hafði fram að því grafið
austan Þjórsár. Þetta var ákveðin vís-
bending um að tvær hraunelfur hefðu
runnið yfir svæðið milli Búrfells og
Sauðafells. Nokkrum vikum síðar fann
Guðmundur Kjartansson þykk lög af
fokjarðvegi og gjósku milli tveggja
hraunlaga í eystri vegg Þjórsárgljúfursins
við Þjófafoss - örugg sönnun þess að tvö
hraun hefðu flætt þar um“.
Guðmundur Kjartansson (1954) sté
síðan feti framar í „Skýrslu um jarðfræði-
athuganir á vatnasviði Þjórsár sumarið
1953“: „Eitt af hinum eldri Þjórsárhraun-
um - sennilega hið allra elsta - hefur
runnið alla leið til sjávar. Hjá Laugar-
dælum og víða niðri í Flóa hefur verið
borað í gegn um það og þykktin reynzt
2