Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 59
bergfræðilegri skilgreiningu. A bls. 57 er tafla, sem ber yfirskriftina: „Eldgos sem tengd hafa verið Kverkfjöll- um á einhvern hátt.“ Á bls. 69 er önnur og ber yfirskriftina: „Hugsanleg eldgos við Þórðarhyrnu." Á bls. 72 er enn ein og kallast: „Eldgos (óstaðfest) á Dyngjuhálsi og/eða í Dyngjujökli." Á öftustu síðu er svo taflan: „Þekkt og óviss eldgos á íslandi á 20. öld.“ Þessum töflum er það sameig- inlegt, að þar eru talin upp óörugg gögn, óstaðfest, hæpin eða jafnvel ágiskuð. Slfk vafasöm gögn sjást einnig í mismunandi magni í öðrum töflum. Að sjálfsögðu eru öll eldgos hugsanleg og hægt er að hugsa sér gos í öllum eldstöðvum, á hvaða tíma sem vera skal og undir hvernig kringum- stæðum sem vera skal. Meira að segja er auðvelt að hugsa sér gos á stað, þar sem enga eldstöð er nú að finna. Mig hefur dreymt slíkt eldgos, en það er ekki komið inn í eldfjallasöguna. Það er því í fyllsta máta réttmætt að spyrja, hvaða erindi hugarburður og sögusagnir eigi í alþýðlegt fræðirit um eldfjallasögu. ímyndað gos er ekki Islandseldur. Innskotstextar Innskotstextarnir eru 28 og skiptast í tvo hópa, stutta einsdálks texta prentaða á ljósgráa grunnfleti og lengri þriggja dálka texta, prentaða á gula grunnfleti. Ekki hef ég greint neinn afgerandi mun á innihaldi eða umfjöllunarefni textanna í hópunum tveim og ég hef því ekki séð neina sérstaka ástæðu fyrir litaskiptunum aðra en stærðina og dálkafjöldann. Inni- hald þessara texta er fjölbreytilegt og komið úr ýmsum áttum. Þó er það svo að um fjórðung allra þessara texta sækir höf- undur til eins manns, Sigurðar Þórarins- sonar. Þar sem mest af þessu efni er ekki samið fyrir þessa bók, heldur haft eftir öðrum, er ekki nein ástæða til þess að gagnrýna innihald þess sem slíkt. Þetta eru eins konar beinar tilvitnanir. Þær lífga upp á heildina og fjölga sjónarhornum. Samband þeirra við megintextann er mjög náið. Myndatextar Skýringartextarnir við myndefnið eru stuttir og þarfnast ekki langrar umræðu. Slíkir textar eru að sjálfsögðu bráðnauð- synlegir. Á bls. 23 er lítil mynd af dömpunum úr Eldfelli á Heimaey, 1973. Við hana er tutt- ugu og tveggja orða texti sem fjallar mjög vel og gagnort um myndefnið. Á bls. 95 er mynd af Heklu og hluta Vatnafjalla í for- grunni. Við hana er tíu orða texti: „Gígur í Vatnafjöllum. Þau eru í sjálfstæðu eld- stöðvakerfi austan Heklu." Textinn segir nánast ekkert um myndina eða innihald hennar. Þetta eru tvö dæmi um afar mis- jafna texta, en það virðist mér vera ein- kenni á textagerðinni. Textarnir virðast vera samdir í hasti og ekki af mikilli yfir- vegun. Höfunda er getið við allar ljósmyndir, eins og loks er að verða alsiða. I textanum við skýringarmyndirnar og kortin er á sama hátt getið hverjir gerðu myndirnar og hvaðan frumgögnin eru komin, sem myndirnar byggjast á. Þessi háttur er mjög til fyrirmyndar, rétt eins og að vitna skýrt í gögn og heimildir. Eitthvað af missögnum er í þessum text- um, eins og gengur. Á bls. 28 hefur einnig skolast eitthvað til. Þríhyrningslaga fjallið vinstra megin ofan við Gæsafjöll er Hlíð- arfjall (Reykjahlíðarfjall) en ekki Krafla og askjan er austan við Gæsafjöll en ekki vestan, þó hún sé ósýnileg í landslaginu. Staðsetningarkort í byrjun hvers kafla, sem fjallar um eld- fjallakerfi, er lítill rammi prentaður á gul- brúnan flöt. Hann inniheldur lítil útlínu- kort af íslandi og er staðsetning viðkom- andi kerfis eða kerfa sýnd á kortinu með rauðum deplum. Auk þess er í rammanum stuttur texti, sem yfirleitt gefur upplýsing- ar um stærð kerfisins, miðju þess (sem er ekki miðja í hefðbundinni merkingu orðs- ins), mjög lauslegt gosyfirlit, helstu berg- einkenni og loks hvort kerfið tilheyrir rek- beltunum eða gosbeltunum, eins og höf- undur greinir þar á milli. í nokkrum þessara ramma má finna örlítið af öðrum upplýsingum. Þetta er mjög skýr og gagn- legur inngangur að hverjum einstökum kafla. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.