Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 19
DREIFING FELDSPATDÍLA í ÞREMUR BOR- KJÖRNUM í ÞJÓRSÁRHRAUNI 10 20 % Dílomogn JT-I . 1 (\ W n' 1,1 i! V v t-^ V ^ J / / 1 1 1 1 1 1 / ! / 1 / --.ZL.r-.-~—'—> / x ,( [H — BOTN NK-I NK-I — BOTN NK-2 NK_2 ÁRHRAUN y-BOTN ÁRHRAUNS HOLUNNAR 5. mynd. Dreifing feldspatdfla í borkjörn- um úr Þjórsárhrauni. - The vertical distri- bution of plagioclase phenocrysts in cores from the Þjórsá lava. mósins mælist ögn hærri en koluðu kvist- anna undan hrauninu. Mórinn hefur ver- ið í myndun á nokkru árabili fyrir gosið og sýnir því hámarksaldur hraunsins. Kvistirnir mega hins vegar heita jafn gamlir því. Aldur hraunsins telst því vera 7800 ár í hefðbundnum geislakolsárum, þar sem reiknað er með 5568 árum sem helmingunartíma C-14 kolefnis. HNATTRÆN ÁHRIF ÞJÓRSÁRHRAUNSGOSSINS Það fer vart hjá því að slíkt stórgos sem Þjórsárhraunsgosið hefur verið, hafi skilið eftir sig spor utan íslands. Eldmist- rið ætti að hafa borist víða um norður- hvel jarðar og litað sól og mána rauð sem blóð. En þeir steinaldarmenn sem þá reikuðu um Norður-Evrópu skráðu ekki annála á blöð. Allan fróðleik um þetta gos verður að lesa af blöðum jarðlag- anna. Leitað hefur verið eftir ummerkj- um þess í ískjörnum frá Grænlandsjökli. Stærstu eldgos á sögulegum tíma á ís- landi, Skaftáreldar 1783-4 og Eldgjá um 930, hafa skilið eftir sig glögg spor í inn- landsísnum á Grænlandi. Þessi spor eru ekki í mynd öskulaga, heldur súru og brennisteinsríku úrfelli, sem skilar sér á jökulinn á fyrstu mánuðum og árum eftir að stórgos hafa orðið á norðurhveli jarð- ar. Sigfús Johnsen, sem er manna fróð- astur um Grænlandsjökul, hefur borið aldursgreiningu Þjórsárhraunsins saman við gögn um stórgos, sem vart verður við í jöklinum og eru eftirfarandi vangavelt- ur byggðar á upplýsingum hans. Tveir langir borkjarnar hafa verið teknir úr Grænlandsjökli og í þeim hafa ummerki eldgosa verið könnuð 10.000 ár aftur í tímann. Þessir kjarnar eru nefndir Camp Century og Dye 3. Neðarlega í Camp Century kjarnanum finnast spor eftir gríðarmikið eldgos sem átt hefur sér stað einhversstaðar á norðurhveli jarðar snemma á nútíma. í fyrstu var talið að aldur þessa goss væri 9600 ár (Hammer o. fl. 1980, Hammer 1984). Síðar hefur komið í ljós að aldur neðri hluta Camp Century kjarnans var ofmetinn (Ham- mer 1986). í Dye 3 kjarnanum virðast ummerki eftir þetta sama stórgos sjást á um 1715 m dýpi (Hammer o. fl. 1985). Samkvæmt aldursgreiningum á kjarnan- um hefur þetta gos orðið fyrir 8700 ±150 árum (Hammer o. fl. 1986). Nú er spurningin sú, hvort gos sem reynist 7800 ára með geislakolsmælingu geti verið það sama og mælist 8700 ára með aldursgreiningaraðferðum þeim sem notaðar eru á ískjarna úr Græn- landsjökli. Þessar greiningaraðferðir eru óháðar hvor annarri. í ískjarnanum eru árin beinlínis talin líkt og árhringar í tré, með því að skoða árslögin í ísnum. Ald- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.