Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 40
(1) Kúlur sem eru myndaðar úr lifandi
þörungum (true lake balls eða aega-
gropiloids, echte Seeballe, Seeknödel
eða Aegagropilen). Hér á landi þekkj-
ast þær úr Mývatni og kallast kúluskít-
ur (Arni Einarsson 1985).
(2) Vatnamýs (false lake balls, un-
echte Seeballe) eru úr dauðum lífræn-
um efnum, svo sem rotnandi vatna-
plöntum, dauðum plöntum af vatns-
bökkum, barrnálum, jarðvegsflyksum
og dýraleifum. Vatnamýsnar, sem hér
eru til umfjöllunar, eru af þessum
flokki.
(3) Vatnamýs úr mosa eða þörungum,
sem eru að því leyti líkar þörungakúl-
unum, að þær eru úr lifandi plöntum en
myndast á sama hátt og vatnamýs, þ.e.
vefjast upp fyrir atbeina strauma og
öldugangs. Af þessum þremur hópum
eru þessar myndanir langsjaldgæfastar
og virðast ekki hafa fundist hérlendis.
Áður en þetta greinarkorn var ritað,
spurði ég nokkra valinkunna menn að
því, hvort þeir könnuðust við vatnamýs
héðan frá Islandi. Svör voru í flestum
tilfellum neikvæð, en Helgi Hallgríms-
son hafði þó fundið vatnamýs á einum
stað í Eyjafirði, eins og hér er greint
frá:
Bakkatjörn, neðan við Syðri-Bakka,
Arnarneshreppi, Eyf. Júlí 1982. Þarna
voru nokkrar vatnamýs, flestar á stærð
við hrossaskít, allar svipaðar að lögun
(sjá 3. mynd). Ég hafði tækifæri til þess
að mæla eina þeirra og var hún 47 x 35
x 23 mm.
Bakkatjörn er lítið sjávarlón sem alla
jafna er með hreinum sjó. Eru þetta
einu íslensku vatnamýsnar sem ég veit
um úr söltu vatni. Sú sem ég hafði til at-
hugunar reyndist samansett úr mosa-
tegundinni Hygrohypnum ochraceum
(Wils.) Loeske, sem mun vera algeng-
asta mosategund í lækjum hér á landi
(B.J., munnl. uppl.). Enginn lækur
rennur í Bakkatjörn, svo mestar líkur
eru á, að mosinn hafi borist um sjó úr
ám í grenndinni. Vatnamýsnar úr
Bakkatjörn voru allar 5-7 cm að lengd,
að sögn Helga, eða ívið stærri en þær
sem ég fann í fersku vatni.
Fróðlegt væri að heyra frá lesendum,
hvort þeir kannist við þessi fyrirbæri.
ÞAKKIR
Helgi Hallgrímsson veitti mér góð-
fúslega upplýsingar um vatnamýs frá
Eyjafirði. Bergþór Jóhannsson greindi
og veitti upplýsingar um mosategund-
irnar, en Erling Ólafsson las yfir hand-
ritið og færði ýmislegt til betri vegar.
Þakka ég þeim öllum.
HEIMILDIR
Árni Einarsson. 1985. Botn Mývatns. For-
tíð, nútíð, framtíð. -Náttúrufr. 55:153-
173.
Jón Eyþórsson. 1950. Jöklamýs. - Náttúru-
fr. 20: 182-184.
Jón Eyþórsson. 1951. Jökla-mýs. - J.
Glaciol. 1: 502-503.
Luther, H. 1979. Aquatic moss balls in
southern Finland. - Ann. Bot. Fennici
16:163-172
Schloesser, D.W., J.K. Hiltunen & R.W.
Owens. 1983. Rediscovery of lake balls
in Lake Michigan. - J. Freshw. Ecol. 2:
159-163.
Tirén, T. 1983. Om sjöbollar. - Fauna och
flora, Upps. 78: 73-74.
34