Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 34
1. mynd. Dvergkúla Bovista limosa í mosalendi við Bárufell á Akureyri. - Bovista
limosa at the sampling site. (MyndIphoto Helgi Hallgrímsson).
stuttum (5-10 (x), litlausum hala, sem
stundum er boginn í endann.
Dvergkúlan vex á þurru eða hálf-
röku mosalendi, nokkur eintök á
stangli.
Dvergkúlan er nokkuð auðþekkt
frá öðrum íslenskum kúlusveppum á
þeim einkennum sem hér voru talin.
Bæði blýkúla og melkúla geta verið af
svipaðri stærð, þótt þær séu oftast
stærri (1-2 cm), en blýkúlan er nær
alltaf blýgrá þegar hún þroskast og
losnar upp, en melkúlan er oftast grá-
brún og hefur sjaldan neina munn-
flipa. í vafatilfellum verða þessar teg-
undir þó aðeins aðgreindar með smá-
sjárskoðun, en töluverður munur er á
lögun gróanna, því að þau eru meira
eða minna egglaga hjá melkúlu og
blýkúlu, og kapilluþræðir þeirra eru
með miklu greinilegri aðalstofnum.
Hjá dvergkúlunni eru kapilluþræðirnir
millistig milli ættkvíslanna Bovista og
Lycoperdon, og því hefur hún af sum-
um verið sett í sérstaka ættkvísl, Bov-
istella, ásamt fáeinum öðrum tegund-
um.
Tegundinni Bovista limosa var fyrst
lýst af danska sveppafræðingnum Em-
il Rostrup 1894, eftir eintökum frá
Gásefjord á Austur-Grænlandi (um
70° n. br.). Síðan fannst hún á nokkr-
um stöðum við Syðra-Straumfjörð á
Vestur-Grænlandi (Lange, 1948) og á
ýmsum stöðum í Noregi (Eckblad,
1955). Bæði M. Lange og F. E. Eck-
blad töldu hana samnefnda við Bov-
ista echinella Pat., sem lýst var frá
Andesfjöllum í Equador, en H. Kreis-
el (1967) sýndi fram á, í ritverki sínu
28