Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 47
ég á við með annarlegum áherslum eða skoðunum á eðli íslenskrar eldvirkni lýtur að þekkingu höfundar og því hugarfari sem hann nálgast fræðin með eða afmörk- uð svið þeirra og hugtök. Ég sé þess nokk- ur dæmi í bókinni, ekki síst þessum fyrsta kafla, að afstaða höfundar til einstakra atriða er undarleg að mínu mati og þess eðlis að hún leiðir ekki til einfaldrar eða skýrrar myndar af íslenskri eldvirkni, en það verður alþýðlegt fræðirit að leitast við að gera eftir fremsta megni. I nokkrum tilvikum á þetta sér rætur í ofureinföldun- um og alhæfingum. En einnig gerist það í nokkrum tilvikum að áherslur eru lagðar þannig að veigamikil atriði fræðanna verða útundan að kalla og heildarfrásögn- in af þeim ástæðum slakari en ástæða er til. Ég skal reyna að skýra þetta með dæmum. Eitt meginhugtak bókarinnar er eld- stöðvakerfi. Um útskýringu á þessu hug- taki finnst mér ábótavant og notkun þess alls ekki óumdeilanleg. í hugtakaskýring- um á bls. 116 er hugtakið skýrt svona: „Eldstöðvakerfi: Sprunguþyrping (sprungubelti, sprungukerfi, sprungurein, sprunguhvirfing) með gígaröðum og oftar með megineldstöð en ekki." A bls. 5 er gerð grein fyrir dreifingu kerfanna innan gosbelta landsins og þar segir: „Eldstöðva- kerfin eru samsafn stórra og lítilla eld- stöðva og brotalína í jarðskorpunni. Kerf- in eru yfirleitt aflöng og er aflsmiðja þeirra oft megineldstöð með kvikuþró." Á bls. 20 segir: „Nú orðið er talið algengt að sprungugosin stafi af því að kvika rennur úr kvikuhólfi og eftir sprungum neðan- jarðar og geti svo komið upp jafnvel tug- um kílómetra til hliðar við kvikuhólfið eða megineldstöð þá sem kann að vera miðja kerfisins." í heild eru þessar tilraunir til skilgreiningar á hugtakinu og lýsingar þess frekar ófullkomnar. Inn í þessa mynd er bætt öðru hugtaki, aflsmiðju eða miðju, sem á ekkert skylt við kraftafræði eða rúmfræðilega miðju og er síst til þess fallið að skýra hugtakið. Þetta er nýtt hugtak í eldfjallafræðum, en hér er það ekki skil- greint eða ljóst útlistað. Það þvælist um texta allrar bókarinnar, en hlutverk miðj- unnar í kerfinu verður aldrei ljóst. Ef höf- undi er ekki ljóst hlutverk miðjunnar í kerfinu er náttúrulega ekki von til þess að hann geti skilgreint það. En til hvers þá að vera að nota það? Að því er ég best veit, var það breski eldfjallafræðingurinn G.P.L. Walker, er um langt árabil vann hér að Tannsóknum, einkum Austurlandi, og opnaði marga nýja sýn í jarðfræði íslands, sem fyrstur kom með hugtökin „dyke swarm" (ganga- sveimur) og „central volcano" (megineld- stöð) inn í íslenska jarðfræðiumræðu og lýsti þessum fyrirbærum úr tertíera jarð- lagastaflanum á Austfjörðum árin 1959 og 1963. íslensku orðin um þessi fyrirbæri komu svo fyrst fram í 1. útg. af jarðfræði- kennslubók Þorleifs Einarssonar 1968. Ar- ið 1971 mun svo Kristján Sæmundsson fyrst hafa notað á prenti hugtakið sprungusveim- ur um virku sprungubeltin á rekbeltunum, sem samsvörun gangasveimanna í eldri jarðlögum. Arið 1983 benti Kristján á að þessi hópun sprungna og gosstöðva í ákveðnar reinar hefði komið fram á korti Guðmundar G. Bárðarsonar af jarðfræði Reykjanesskagans, sem hann gerði snemma á þessari öld og kynnti á móti norrænna jarðfræðinga árið 1929. Illu heilli hefur þetta kort aldrei verið gefið út. Það mun nú vera býsna algeng skoðun meðal íslenskra jarðvísindamanna að þessi tvö fyrirbæri, sprungusveimur og megin- eldstöð, séu stig í þróunarsögu íslenskra eldstöðva á reksvæðunum. Þetta var, að því er ég best veit, fyrst sett fram af Guð- mundi E. Sigvaldasyni og samstarfsmönn- um hans árið 1976. Sveinn P. Jakobsson mun svo hafa notað um þetta enska nafnið „volcanic system" árið 1979 en það hefur fengið íslensku þýðinguna eldstöðvakerfi. Það er því ekki rétt, sem látið er að liggja á bls. 8, að hugtakið eldstöðvakerfi eigi sérlega uppruna sinn að rekja til Kröflu- kerfisins eða Kröfluelda síðustu ára. Að baki þessu orði er margþætt rannsókna- saga, eins og yfirleitt er í vísindum. Orðið sjálft er einungis lokaatriði í sögunni, ef henni er þá á annað borð lokið. Snemma á þróunarferli svona kerfis, en einungis þeirra sem eru á rekbeltunum, myndast sigdalur með opnum gjám og gígaröðum og framleiðir það þá nær ein- 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.