Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 25
Árið 1941 fann kínverskur skógarvörð- ur T. Wang að nafni allstórt tré, sem hann þekkti ekki og gat ekki greint til tegundar, í Szechuanhéraði í Mið-Kína. Hann tók greinabúta og köngla af trénu og fór með þá til landa síns W.C. Cheng prófessors í grasafræði, sem áttaði sig fljótlega á því að þessi tegund var frá- brugðin öllum öðrum núlifandi trjám í Kína. Cheng hafði sambandi við annan kínverskan grasafræðing, H.H. Hu, og taldi hann að hér væri um að ræða teg- und, sem hlyti að tilheyra kínarauðviði. Þeir Cheng og Hu skrifuðu grein um uppgötvarnir sínar og birtu í kínversku tæknitímariti, en sendu sýni af trénu til tveggja bandarískra sérfræðinga. Annar þeirra var hinn kunni fornjurtafræðingur R.W. Chaney, sem var ekki í neinum vafa um að þetta væri kínarauðviður, og staðfesti þannig greiningu þeirra félag- anna. Árið 1948 hélt Chaney til Kína ásamt M. Silverman, einum ritstjóra blaðsins San Francisco Cronicle til þess að sjá tréð með eigin augum. Þeir flugu til Chunking og tóku þar fljótabát niður eft- ir Yangtze-fljóti til borgarinnar Wan- hsien. Þá tók við þriggja daga gönguferð yfir fjöllótt svæði inn í mitt Szechuan- hérað. Herflokkur var látinn fylgja þeim seinni hluta leiðarinnar vegna þess að ræningjahópar voru mjög aðgangsharðir á þessum slóðum. Þegar þeir komu niður í Mo-tao-chi-dal, þar sem Wang hafði upphaflega fundið tréð, vöktu þeir mikla athygli því að þeir voru fyrstu hvítu mennirnir, sem dalbúar höfðu séð. Fór því svo að íbúar dalsins fylgdu þeim ásamt búsmala sínum, meðal annars svínum og hænsnum, að þremur kína- rauðviðartrjám, sem uxu þar rétt hjá hrísgrjónaakri. Jafnframt var þeim sagt að miklu fleiri slík tré yxu í nágranna- héraðinu Hupeh. Þeir Chaney og Sil- verman héldu því næst til þorpsins Shui- hsa-pa og fundu þar fleiri hundruð kína- rauðviðartré á svæði, sem er því sem næst á sömu breiddargráðu og New Orl- eans, og í um það bil 1200 m hæð yfir sjó. Úrkoman á þessu svæði er um 130 cm á ári og jarðvegurinn frekar rakur, en svæðið er sólríkt. Stærsta tréð, sem þeir fundu í ferðinni, var um 27 m hátt, en alls fundu þeir um það bil 1000 tré af kína- rauðviði (Hewes 1981). Chaney varð starsýnt á gróðursamfé- lagið í nágrenni Shui-hsa-pa og fannst það bera mjög fornan svip. Hann hafði raunar ekki séð slíkt samfélag lifandi áð- ur, það var eingöngu þekkt úr jarðlög- um. Ásamt kínarauðviði settu einkum eikartré, Sassafras (tré af lárviðarætt), amberviður (Liquidambar tilheyrir nornahesli) og Júdasartré (katsura vex í Kína og Japan) svip sinn á trjágróðurinn. Á leiðinni til baka lentu þeir Chaney og Silverman í ýmsum hrakningum og má þar nefna að ræningjar réðust á þá og það var ekki fyrr en þeir skutu einn árás- armannanna að hinir lögðu á flótta. Áð- ur en þeir héldu aftur til Bandaríkjanna hittu þeir f ulltrúa kínverskra yfirvalda og hvöttu þá til þess að friða svæðið þar sem kínarauðviðurinn vex, en þeir töldu tréð vera í útrýmingarhættu. Það varð þó ekki fyrr en árið 1965 að kínverska stjórnin friðaði gróðursamfélagið í Mo- tao-chi-dal. Nú hefur kínarauðviður ver- ið gróðursettur víða í Mið- og Suðaust- ur-Kína, enda kom í ljós að tréð vex allhratt og er góður landnemi og hefur oft verið notað sem fyrsta tré þegar ný svæði hafa verið tekin undir trjárækt. Chaney tók með sér fjórar ungar plöntur af kínarauðviði til Bandaríkjanna og gróðursetti þær á lóð Berkley-háskóla í Kaliforníu. Þaðan hefur tréð síðan breiðst út og finnst nú allvíða í Banda- ríkjunum, Evrópu og Asíu. Á vetrum er auðvelt að þekkja kína- rauðvið frá öðrum rauðviðartegundum því að hann fellir nálarlaga blöðin. Stærstu trén verða 42 m há og tæpir 2 m í 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.