Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 8
Brún hraunsins gengur bratt úr 4-6 m undir stórstraumsfjöruboröi í 14-15 m. Gera má ráð fyrir að töluvert set hafi sest til framan við jaðarinn, svo upphafleg hæð hans er snöggt um meiri en þetta. Hraunjaðarinn ber þess lítil merki að sjór hafi sorfið hann. Líklegt er að sjáv- arborðið hafi verið hækkandi þegar hraunið rann og sjór hafi gengið hratt inn yfir það fyrst í stað. Líklega markar efri brún hraunjaðar- ins fremur sjávarhæðina sem ríkti þegar hraunið rann heldur en botn þess. Ef það er rétt hefur sjór staðið 5-10 m neðar en nú, á þessum tíma. Sigfús Johnsen og Grímur Björnsson (óbirt gögn) hafa bent á að þungi hrauns- ins sjálfs hafi getað valdið landsigi. Við ströndina milli Þjórsár og Ölfusár reikn- ast þeim til að það kunni að hafa numið 4-5 m. Það er því fræðilegur möguleiki á að sjávarstaða hafi verið svipuð við suð- urströndina í heild þegar hraunið rann og hún er nú, þótt staðbundið landsig hafi orðið þar sem hraunið er. STÆRÐ ÞJÓRSÁRHRAUNSINS í fáum hraunum á íslandi eru fleiri borholur en í Þjórsárhrauni. Þykkt þess er því allvel þekkt, einkum í byggð eins og best sést á töflu 1. Það sést, að meðal- þykkt hraunsins í borholum er um 22 m. Þá eru aðeins notaðar þær holur sem ná í gegn um hraunið en hinum sleppt. Þar sem margar borholur eru á þröngum bletti eins og í Þjórsárholti er tekin meðalhraunþykktin í þeim og þær reikn- aðar sem ein hola. Hraunið virðist þynnast eftir því sem fjær dregur eldstöðvunum. í Landssveit er það um 30 m, á Skeiðum 20-25 m en niður í Flóa 15-20 m. Miklar undantekn- ingar eru þó frá þessari megin reglu, t.d. er hraunið tiltölulega þunnt við Þjórsár- holt en furðu þykkt við Árhraun og eins virðist djúpur áll í því við Stokkseyri (Björn A. Harðarson munnl. uppl.). Útbreiðsla hraunsins var könnuð með ferðum um hraunasvæðið og kortlagn- ingu á grunnkortum Orkustofnunar í mælikvarðanum 1:20.000, svo langt sem þau náðu, en bandarísku Army Map Ser- vice kortunum í 1:50.000 þar sem Orku- stofnunarkortin þraut. Flatarmál hraunsins skv. mælingu á hnitaborði reynist vera rúmir 950 km2. Þar með verður rúmmálið 21 km3. Þetta eru ekki nákvæmar tölur því jaðrar hraunsins eru óþekktir ofan Gloppubrúnar á Landi. Þar fyrir ofan verður að mestu að giska á rennslisleið og útbreiðslu hraunsins. Flatarmáls og rúmmálsreikningarnir í töflunni hér á eftir eru gerðir í þrennu lagi. Neðan Gloppubrúnar ættu flatar- og rúmmálstölurnar að fara nokkuð nærri lagi. Þykktin er vel þekkt á þeim slóðum. Hraunið er að mestu á yfirborði og útlínur þess allvel þekktar. Helsta óvissan liggur í því, að hraunjaðarinn undir Þjórsáraurum austast í Flóa hefur ekki verið kortlagður. Hugsanlegt er, að hraunið nái austur fyrir Þjórsá þótt ekki sé gert ráð fyrir því hér. Á svæðinu frá Gloppubrún að Hófs- vaði kemur hraunið hvergi fram á yfir- borði en þess verður vart í nokkrum bor- holum. Þótt hraunjaðrarnir séu dregnir samkvæmt líkum á þessu svæði hljóta þeir að liggja nærri sanni. Meiri óvissa ríkir um þykktina því borholur ná aðeins á tveimur stöðum í gegn um það, þ.e. í borholunum E-13 við Sigöldulón og BH-4 við Tröllkonuhlaup. í báðum hol- unum virðast vera tvö gömul hraun neðst, en ekki er vitað hvort þeirra er Þjórsárhraunið. Meðalþykkt hraunsins á þessum slóðum er áætlað 22 m, eða sú sama og á láglendinu. Stærð hraunsins ofan Hófsvaðs má heita ágiskun. Gosstöðvarnar eru óþekktar, eins og greint hefur verið frá, en þrátt fyrir það er ekki um marga staði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.