Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 22
1. mynd. Súgandafjörður og snið af setlögunum í Botni. - Súgandafjörður, Northwest Iceland, and the sediments in Botn. 1. Basalt. 2. Sandstone. 3. Tephra. 4. Lignite. 5. A thin layer of lignite. 6. A piece of lignite. er dökkgrár til rauðleitur sandsteinn með einstaka dreifðum surtarbrandsflís- um. Blágrýtislagið ofan á setinu er smástuðlað og kubbabergslegt og hefur það sennilega storknað hratt vegna þess að hraunið rann út yfir mýrlendi eða í grunnt vatn. Ekki er ósennilegt, að setið hafi einmitt safnast fyrir í grunnu vatni, sem blöð og aðrar jurtaleifar bárust út í með vatni og vindum. Jarðlagasniðið, sem hér hefur verið greint frá, er í góðu samræmi við lýsingu sem Freysteinn Sig- urðsson og Kristján Sæmundsson birtu 1984. Sumarið 1917 var byrjað að vinna surt- arbrand í Botni og var eftirtekjan það árið eitt tonn af kolum eftir hver þrjú dagsverk (Guðmundur G. Bárðarson 1918). Botnsnáman varð aldrei neitt gróðafyrirtæki, en síðast voru unnin þar kol í seinni heimsstyrjöldinni á árunum 1940-1942 (Jóhannes Áskelsson 1942). Námugöngin eru ekki hrunin saman, en náman er nú full af vatni því að gerð hefur verið smástífla í námuopinu og fæst þannig miðlunarlón fyrir heimilis- rafstöð og frýs það aldrei. Aðalgöngin ná um 100 m inn í fjallið, en með hliðar- 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.