Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 4
Vatnsborið set norðan Vörðufells er nú talið myndað í skammlífum lónum, sem mynduðust í tengslum við vatnsflóð og vikurhlaup í stórgosum Heklu (Elsa G. Vilmundardóttir & Árni Hjartarson 1985). Millilagið við Ölmóðsey er leir- fylling, sem síast hefur úr Þjórsá og sest til í holrúmi í hrauninu og gegnt Akbraut virðist einungis vera um að ræða tvo strauma sama hraunsins. Þannig virðist einnig mega skýra hraunjaðra í hraun- inu. Líklega er Þjórsárhraunið yngra (TH- b) ekki til. Þó hefur það ekki verið af- skrifað með öllu. í bergkjörnum úr bor- holunum BH-4 milli Búrfells og Sauða- fells og E-13 við Sigöldu hefur verið talið að sjá mætti bæði hraunin TH-a og b. Þarna gæti því verið á ferðinni gamalt hraun frá Veiðivatnasvæðinu, sem hvergi sést á yfirborði. Þeir eru margir sem á síðari árum hafa lagt hönd á plóginn í rannsóknum sem tengjast jarðfræði Tungnárhrauna. Of langt mál yrði að rekja þá sögu hér en að öðrum ólöstuðum á Elsa G. Vilmundar- dóttir þar drýgstan hlut og merkastan. Nýjasta framlagið til rannsókna á gos- sögu og útbreiðslu Tungnárhrauna er kortlagning hennar á hraunum og öðrum bergmyndunum á öllu landssvæðinu neðan frá Þjórsárdal og inn að Tungnár- og Köldukvíslarjöklum, ásamt með öskulagarannsóknum þeirra Guðrúnar Larsen á svipuðum slóðum. Rannsókn- um þessum og kortlagningu er ekki lokið en ljóst er að þær marka tímamót í könn- un þessa svæðis (Elsa G. Vilmundardótt- ir o. fl. 1983 og 1985, Guðrún Larsen & Elsa G. Vilmundardóttir 1985 og 1986). ÚTBREIÐSLA HRAUNSINS OG GOSSAGA Þjórsárhraunið er komið upp í miklu gosi í nágrenni Veiðivatna fyrir tæpum 8000 árum (þ.e. geislakolsárum), eins og síðar verður að vikið. Það er næsta víst að hraunið er komið upp í sprungugosi sem hefur myndað tilkomumikla gíga- röð. Allar þekktar eldstöðvar á þessum slóðum eru af þeirri gerð. Gosstöðvarn- ar eru þó óþekktar og gætu verið komnar algerlega á kaf í yngri gosmyndanir. Lík- legasta uppkomusvæði hraunsins er í eða við Heljargjá, en það er mikill sigdalur sem teygir sig allt frá Landmannalaugum og norðaustur í Vatnajökul með stefnu á fjallið Hamarinn. Á þessari línu er mikið um gamla gíga, misgengissprungur og ellileg hraun. Aðrir hugsanlegir upp- komustaðir hraunsins eru í Veiðivatna- lægðinni eða jafnvel í farvegi Tungnár ofan Svartakróks. Á hvorugu þessara svæða sér þó merki gamallar eldvirkni en þau gætu leynst þar undir yngri jarð- myndunum, sem þarna liggja í þykkum bunkum (sjá kort á 1. mynd). Sá hluti Þjórsárhrauns, sem upp hefur komið sunnan Gjáfjalla (eða Helgrinda eins og þau eru nefnd á sumum kortum), hefur flætt til suðvesturs að Hófsvaði og þaðan niður í Tungnárkrók um farveg Tungnár. Hvergi sér í hraunið á þessum slóðum að því er best er vitað. Það kemur ekki fram á yfirborði fyrr en niður í Landssveit, 75 km neðan gosstöðvanna. Rennslisleið þess er þó all vel þekkt. í Tungnárkróki virðist hafa verið slétt- lendi strax fyrir 8000 árum eins og jafnan síðan og þar hefur hraunið breitt úr sér og finnst í nokkrum borholum. Úr Tungnárkróki hefur það runnið í mjóum streng um farveg Tungnár, sem þá hefur fallið fram milli Stóra-Melfells og Dyngna og niður með hlíðum Valafells. Líklegt er að hraunið hafi eitthvað breitt úr sér milli Vaðöldu og Búrfells, en á þessum slóðum hafa Þjórsá og Tungná sameinast á jökuláraurum í ísaldarlokin. Þarna er fjöldi borhola en engin þeirra nær þó niður á Þjórsárhraunið, sem er kaffært undir 60-80 m þykkum hrauna- stafla. Leið hraunsins liggur svo niður á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.