Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 27
Leifur A. Símonarson: Kínarauðviður (Metasequoia) frá Súgandafirði INNGANGUR Jarðlög í Súgandafirði tilheyra ís- lensku blágrýtismynduninni, en hún er að mestu leyti byggð upp úr hraunlög- um, einkum blágrýti, eins og nafnið bendir til. Meginhlutinn af hraunlögun- um hefur myndast í sprungugosum og hefur hvert lagið lagst yfir annað, en einnig gaus talsvert í eldkeilum og dyngj- um. Á milli hraunlaganna eru víða mis- þykk millilög úr seti og gosösku. Setlögin eru úr silt- og sandsteini eða völubergi og að öllum líkindum ár- eða vatnaset að uppruna. Rauðleit silt- eða leirlög úr eld- fjallaösku og yfirborðsgjalli hrauna eru þó mun algengari og eru þau sennilega forn jarðvegur, enda finnast víða kolað- ar plöntuleifar í þeim. Efnaveðrun hefur losað um járn, sem litar lögin rauð, og má því ætla að slík veðrun hafi verið umtalsverð á meðan blágrýtismyndunin hlóðst upp. í millilögunum er víða surt- arbrandur, en hann var upphaflega mór og trjábolir, sem hafa kolast. Venjulega eru surtarbrandslögin heldur þunn, sjaldan meira en einn metri á þykkt. Oft- ast er surtarbrandurinn flokkaður í þrjár gerðir: (1) Viðarbrandur er myndaður úr trjástofnum og greinum og er viðargerð- in varðveitt þótt stofnanir séu orðnir flat- ir vegna jarðlagafargs. (2) Steinbrandur er úr smágerðum jurtaleifum og er hann oftast lagskiptur, þéttur og stökkur. (3) Leirbrandur er dökkur eða svartur leir, sem hefur tekið í sig kolakennd efni. Engin skýr mörk eru milli stein- og leir- brands, enda oft aðeins um stigsmun að ræða(GuðmundurG. Bárðarson 1918). í leir- og siltlögum, sem fylgja brandinum, hafa sums staðar fundist vel varðveittir trjástofnar og blaðför, aldin og fræ, ásamt smásæjum frjókornum og gróum. Fjöllin umhverfis Súgandafjörð eru ærið brött og sum yfir 600 m á hæð. í Botnsdal innst í firðinum ná neðstu blá- grýtissyrpurnar upp í tæplega 140 m hæð yfir sjó. Par taka við um það bil 3,5 m þykk setlög með surtarbrandi og hvíla þau á allþykkum og þjöppuðum gjall- karga, sem tilheyrir efsta blágrýtislaginu undir setinu. Ofan á setlögunum eru síð- an yngri blágrýtissyrpur og ná þær upp á fjallsbrún. Suður af bænum Botni rennur lítil á úr fjallinu og fellur í fossum niður hamra- beltin. Vestanvert við aðalfossinn eru setlögin aðgengileg og sést þar neðst 60 cm þykkur dökkgrár sandsteinn með ein- staka þunnum surtarbrandslögum (1. mynd). Á sandsteininum hvílir 70 cm þykkt lag af leirbrandi með þunnum sandsteinslinsum hér og þar. Ofan á leir- brandinum er um það bil 50 cm þykk syrpa af ljósleitum lögum, líklega úr gos- ösku, með einstaka dreifðum surtar- brandsflísum. Ofarlega í þessari syrpu er þunnt surtarbrandslag, en á efsta gos- öskulaginu hvílir aðalsurtarbrandslagið og er það um það bil 80 cm þykkt með strjálum gosöskulinsum. Efsta setlagið Náttúrufræðingurinn 58 (1), bls. 21-26,1988 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.