Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 27

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 27
Leifur A. Símonarson: Kínarauðviður (Metasequoia) frá Súgandafirði INNGANGUR Jarðlög í Súgandafirði tilheyra ís- lensku blágrýtismynduninni, en hún er að mestu leyti byggð upp úr hraunlög- um, einkum blágrýti, eins og nafnið bendir til. Meginhlutinn af hraunlögun- um hefur myndast í sprungugosum og hefur hvert lagið lagst yfir annað, en einnig gaus talsvert í eldkeilum og dyngj- um. Á milli hraunlaganna eru víða mis- þykk millilög úr seti og gosösku. Setlögin eru úr silt- og sandsteini eða völubergi og að öllum líkindum ár- eða vatnaset að uppruna. Rauðleit silt- eða leirlög úr eld- fjallaösku og yfirborðsgjalli hrauna eru þó mun algengari og eru þau sennilega forn jarðvegur, enda finnast víða kolað- ar plöntuleifar í þeim. Efnaveðrun hefur losað um járn, sem litar lögin rauð, og má því ætla að slík veðrun hafi verið umtalsverð á meðan blágrýtismyndunin hlóðst upp. í millilögunum er víða surt- arbrandur, en hann var upphaflega mór og trjábolir, sem hafa kolast. Venjulega eru surtarbrandslögin heldur þunn, sjaldan meira en einn metri á þykkt. Oft- ast er surtarbrandurinn flokkaður í þrjár gerðir: (1) Viðarbrandur er myndaður úr trjástofnum og greinum og er viðargerð- in varðveitt þótt stofnanir séu orðnir flat- ir vegna jarðlagafargs. (2) Steinbrandur er úr smágerðum jurtaleifum og er hann oftast lagskiptur, þéttur og stökkur. (3) Leirbrandur er dökkur eða svartur leir, sem hefur tekið í sig kolakennd efni. Engin skýr mörk eru milli stein- og leir- brands, enda oft aðeins um stigsmun að ræða(GuðmundurG. Bárðarson 1918). í leir- og siltlögum, sem fylgja brandinum, hafa sums staðar fundist vel varðveittir trjástofnar og blaðför, aldin og fræ, ásamt smásæjum frjókornum og gróum. Fjöllin umhverfis Súgandafjörð eru ærið brött og sum yfir 600 m á hæð. í Botnsdal innst í firðinum ná neðstu blá- grýtissyrpurnar upp í tæplega 140 m hæð yfir sjó. Par taka við um það bil 3,5 m þykk setlög með surtarbrandi og hvíla þau á allþykkum og þjöppuðum gjall- karga, sem tilheyrir efsta blágrýtislaginu undir setinu. Ofan á setlögunum eru síð- an yngri blágrýtissyrpur og ná þær upp á fjallsbrún. Suður af bænum Botni rennur lítil á úr fjallinu og fellur í fossum niður hamra- beltin. Vestanvert við aðalfossinn eru setlögin aðgengileg og sést þar neðst 60 cm þykkur dökkgrár sandsteinn með ein- staka þunnum surtarbrandslögum (1. mynd). Á sandsteininum hvílir 70 cm þykkt lag af leirbrandi með þunnum sandsteinslinsum hér og þar. Ofan á leir- brandinum er um það bil 50 cm þykk syrpa af ljósleitum lögum, líklega úr gos- ösku, með einstaka dreifðum surtar- brandsflísum. Ofarlega í þessari syrpu er þunnt surtarbrandslag, en á efsta gos- öskulaginu hvílir aðalsurtarbrandslagið og er það um það bil 80 cm þykkt með strjálum gosöskulinsum. Efsta setlagið Náttúrufræðingurinn 58 (1), bls. 21-26,1988 21

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.