Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 10
Vatnsborið set norðan Vörðufells er nú talið myndað í skammlífum lónum, sem mynduðust í tengslum við vatnsflóð og vikurhlaup í stórgosum Heklu (Elsa G. Vilmundardóttir & Árni Hjartarson 1985). Millilagið við Ölmóðsey er leir- fylling, sem síast hefur úr Þjórsá og sest til í holrúmi í hrauninu og gegnt Akbraut virðist einungis vera um að ræða tvo strauma sama hraunsins. Þannig virðist einnig mega skýra hraunjaðra í hraun- inu. Líklega er Þjórsárhraunið yngra (TH- b) ekki til. Þó hefur það ekki verið af- skrifað með öllu. í bergkjörnum úr bor- holunum BH-4 milli Búrfells og Sauða- fells og E-13 við Sigöldu hefur verið talið að sjá mætti bæði hraunin TH-a og b. Þarna gæti því verið á ferðinni gamalt hraun frá Veiðivatnasvæðinu, sem hvergi sést á yfirborði. Þeir eru margir sem á síðari árum hafa lagt hönd á plóginn í rannsóknum sem tengjast jarðfræði Tungnárhrauna. Of langt mál yrði að rekja þá sögu hér en að öðrum ólöstuðum á Elsa G. Vilmundar- dóttir þar drýgstan hlut og merkastan. Nýjasta framlagið til rannsókna á gos- sögu og útbreiðslu Tungnárhrauna er kortlagning hennar á hraunum og öðrum bergmyndunum á öllu landssvæðinu neðan frá Þjórsárdal og inn að Tungnár- og Köldukvíslarjöklum, ásamt með öskulagarannsóknum þeirra Guðrúnar Larsen á svipuðum slóðum. Rannsókn- um þessum og kortlagningu er ekki lokið en ljóst er að þær marka tímamót í könn- un þessa svæðis (Elsa G. Vilmundardótt- ir o. fl. 1983 og 1985, Guðrún Larsen & Elsa G. Vilmundardóttir 1985 og 1986). ÚTBREIÐSLA HRAUNSINS OG GOSSAGA Þjórsárhraunið er komið upp í miklu gosi í nágrenni Veiðivatna fyrir tæpum 8000 árum (þ.e. geislakolsárum), eins og síðar verður að vikið. Það er næsta víst að hraunið er komið upp í sprungugosi sem hefur myndað tilkomumikla gíga- röð. Allar þekktar eldstöðvar á þessum slóðum eru af þeirri gerð. Gosstöðvarn- ar eru þó óþekktar og gætu verið komnar algerlega á kaf í yngri gosmyndanir. Lík- legasta uppkomusvæði hraunsins er í eða við Heljargjá, en það er mikill sigdalur sem teygir sig allt frá Landmannalaugum og norðaustur í Vatnajökul með stefnu á fjallið Hamarinn. Á þessari línu er mikið um gamla gíga, misgengissprungur og ellileg hraun. Aðrir hugsanlegir upp- komustaðir hraunsins eru í Veiðivatna- lægðinni eða jafnvel í farvegi Tungnár ofan Svartakróks. Á hvorugu þessara svæða sér þó merki gamallar eldvirkni en þau gætu leynst þar undir yngri jarð- myndunum, sem þarna liggja í þykkum bunkum (sjá kort á 1. mynd). Sá hluti Þjórsárhrauns, sem upp hefur komið sunnan Gjáfjalla (eða Helgrinda eins og þau eru nefnd á sumum kortum), hefur flætt til suðvesturs að Hófsvaði og þaðan niður í Tungnárkrók um farveg Tungnár. Hvergi sér í hraunið á þessum slóðum að því er best er vitað. Það kemur ekki fram á yfirborði fyrr en niður í Landssveit, 75 km neðan gosstöðvanna. Rennslisleið þess er þó all vel þekkt. í Tungnárkróki virðist hafa verið slétt- lendi strax fyrir 8000 árum eins og jafnan síðan og þar hefur hraunið breitt úr sér og finnst í nokkrum borholum. Úr Tungnárkróki hefur það runnið í mjóum streng um farveg Tungnár, sem þá hefur fallið fram milli Stóra-Melfells og Dyngna og niður með hlíðum Valafells. Líklegt er að hraunið hafi eitthvað breitt úr sér milli Vaðöldu og Búrfells, en á þessum slóðum hafa Þjórsá og Tungná sameinast á jökuláraurum í ísaldarlokin. Þarna er fjöldi borhola en engin þeirra nær þó niður á Þjórsárhraunið, sem er kaffært undir 60-80 m þykkum hrauna- stafla. Leið hraunsins liggur svo niður á 4

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.