Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 28
1. mynd. Súgandafjörður og snið af setlögunum í Botni. - Súgandafjörður, Northwest Iceland, and the sediments in Botn. 1. Basalt. 2. Sandstone. 3. Tephra. 4. Lignite. 5. A thin layer of lignite. 6. A piece of lignite. er dökkgrár til rauðleitur sandsteinn með einstaka dreifðum surtarbrandsflís- um. Blágrýtislagið ofan á setinu er smástuðlað og kubbabergslegt og hefur það sennilega storknað hratt vegna þess að hraunið rann út yfir mýrlendi eða í grunnt vatn. Ekki er ósennilegt, að setið hafi einmitt safnast fyrir í grunnu vatni, sem bföð og aðrar jurtaleifar bárust út í með vatni og vindum. Jarðlagasniðið, sem hér hefur verið greint frá, er í góðu samræmi við lýsingu sem Freysteinn Sig- urðsson og Kristján Sæmundsson birtu 1984. Sumarið 1917 var byrjað að vinna surt- arbrand í Botni og var eftirtekjan það árið eitt tonn af kolum eftir hver þrjú dagsverk (Guðmundur G. Bárðarson 1918). Botnsnáman varð aldrei neitt gróðafyrirtæki, en síðast voru unnin þar kol í seinni heimsstyrjöldinni á árunum 1940-1942 (Jóhannes Áskelsson 1942). Námugöngin eru ekki hrunin saman, en náman er nú full af vatni því að gerð hefur verið smástífla í námuopinu og fæst þannig miðlunarlón fyrir heimilis- rafstöð og frýs það aldrei. Aðalgöngin ná um 100 m inn í fjallið, en með hliðar- 22

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.