Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 9
um 20 m. Skammt fyrir ofan Galtalæk á Landi enda tvö yngri Þjórsárhraun í brúnum ofan á hinu gamla og stærsta, en austan viö Sigöldu við Tungná eru sjáan- leg fjögur hraunlög hvert yfir öðru - og þó vísast að þau séu fleiri, en hin neðstu alhulin". Næsta viðbót við þekkingu manna á Þjórsárhrauni kom í árslok 1956 er niður- stöður geislakolsaldursákvörðunar á mó undan hrauninu sýndu að aldur þess var um 8000 ár (Guðmundur Kjartansson o.fl. 1964). Þetta var mun hærri aldur en menn höfðu átt von á. Guðmundur hafði árið 1950 giskað á aldurinn 5-7000 ár og Sigurður Þórarinsson segir 1954 að „hraunið í Flóanum sé eldra en 4000 ára, en líklega ekki meira en 6000 ára“. Virkjanarannsóknir við Þjórsá upp úr 1960 urðu til þess að farið var að skipta hraununum enn meira upp. Á þeim ár- um var farið að nota nafngiftina „Tungn- árhraun" sem samheiti um þessi hraun. í ritinu „Tungnárhraun" eftir Elsu G. Vil- mundardóttur (1977) eru hraunin talin 11 og hafa einkennisstafina TH-a til TH-k. Um skeið var álitið, að það hraun sem hér hefur verið nefnt Þjórsárhraunið mikla væri tvö hraun, Þjórsárhraunið eldra, TH-a, rúmlega 8000 ára og Þjórsárhraunið yngra, TH-b, tæpra 7000 ára. Rannsóknir Hauks Tómassonar á Suðurlandi lögðu grundvöllinn að þess- ari skiptingu. Hún kemur fyrst fram í stuttri greinargerð til Raforkumálastjóra 1962 sem nefnist „Ytri-Rangá, jarð- fræði“. Þessari skiptingu er síðan haldið í öllum skýrslum Raforkumálastjóra og síðar Orkustofnunar þar til skýrslan „Aldur Búðaraðarinnar og kenningin sem féll“ kom út (Árni Hjartarson 1985). Elsa G. Vilmundardóttir (1977) hefur gert grein fyrir helstu röksemdum þess- arar skiptingar: 1. Farvegur Ytri-Rangár niður með jaðri Þjórsárhraunsins frá Galtalæk niður að Hrólfsstaðahelli er augsjáan- lega grafinn af mun öflugra vatnsfalli en nú er í honum. Þetta vatnsfall var talið vera Þjórsá, sem síðar hefði hrakist úr farveginum við tilkomu nýs og mikils hrauns, Þjórsárhraunsins yngra, sem markaði henni nýja rás allt til sjávar. 2. Jarðvegssnið norðan við Vörðufell á Skeiðum þóttu benda til þess, að þar hefði myndast lón eftir að Hekluask- an H5 féll. Lónið var talið hafa mynd- ast við hraunstíflu af völdum Þjórsár- hraunsins yngra skömmu eftir þetta Heklugos. Aldur hraunsins var því álitinn tæplega 7000 ár. 3. Millilag milli eldra og yngra hraunsins var talið sjást í farvegi Þjórsár gegnt Ölmóðsey og í gili árinnar við Árnes, gegnt bænum Akbraut, voru bæði hraunin talin sjást. 4. Greinilegir hraunjaðrar og hugsanleg hraunaskil eru sjáanleg í hrauninu, svo sem í Merkurlaut á Skeiðum. Að auki gaf stærð hraunsins tilefni til grunsemda að um fleiri en eitt hraun væri að ræða. Nýjar rannsóknir hafa nú leitt til ann- arrar niðurstöðu. Boranir í hraununum víðs vegar á Skeiðum og á Landi sýna allsstaðar eitt samfellt hraun. Öskulaga- rannsóknir okkar Elsu G. Vilmundar- dóttur á flóðavikri frá Heklu bentu alls- staðar til að eitt ævagamalt hraun væri undir jarðveginum. Dalverpið, sem Rangá rennur í, er líklega grafið af Tungná, fremur en Þjórsá, eftir að hraunið rann. Tungná hefur oft mátt sæta hrakningum af völdum jarðelda. Gossprungur liggja þvert um ána eins og t. d. gígurinn Hófur og gígarnir við Svartakrók á Landmannaafrétti bera ljósastan vott um. Áin hefur vafalítið oft mátt finna sér nýja framrás eftir að hraun hafa fyllt farveg hennar á löngum köfl- um. Úr farvegi Rangár hefur Tungná sennilega hrakist endanlega þegar Búr- fellshraunið rann, fyrir um 3000 árum. 3

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.