Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 26
Stofnstærð skeggþernu í Evrópu er óviss. Á Spáni er áætluð stofnstærð allt frá 3.600 pörum og upp í meira en 100.000 pör. Annars staðar í Evrópu er talið að séu rúmlega 20.000 pör (Mees 1979). Skeggþernur hafa orpið af og til í mörgum löndum Evrópu en ekki er vitað um varp norðar en í Litháen og Hollandi (Mees 1977). Tegundin verpir í votlendi og oftast byggja fuglarnir flothreiður. Algengast er að 2 eða 3 egg séu í hreiðri (Cramp 1985). Vestur-evrópskar skeggþernur eru farfuglar og flestar fara til vestur Afríku yfir veturinn og dveljast þar rétt norðan miðbaugs. Austur-evrópskir fuglar fara aftur á móti til austur Afríku og vestur Asíu. Fartími tegundarinnar að vori er frá mars og fram í maí en flestir fuglar eru á ferðinni í lok aprfl. Skeggþernur hefja far suður á bóginn í júlflok og eru nær allar farnar í októberbyrjun. Þótt skeggþernur flakki talsvert um Evrópu eru þær sjaldséðar í álfunni norðan- verðri. Tegundin er flækingur í Bret- landi, Irlandi, Danmörku og Noregi (Cramp 1985). Tvær aðrar tegundir þessarar ættkvísl- ar eru í Evrópu og hafa báðar sést hér á landi. Kolþerna hefur komið hingað all- oft og orpið hér (Erling Ólafsson o.fl. 1983, Erling Ólafsson 1986) en tígul- þerna (Chlidotiias leucopterus) hefur að- eins sést hér einu sinni með vissu (Gunn- laugur Pétursson 1987). Þegar ný fuglategund sést á íslandi vaknar stundum sú hugmynd hvort þarna sé á ferðinni hugsanlegur land- nemi. í þessu tilfelli er sá möguleiki fjar- lægur, þar sem álitið er að meðalhiti í júlí þurfi að vera um 20°C eða meiri til þess að varp skeggþernu lánist (Voous 1960). Ekkert bendir til þess að útbreiðsla teg- undarinnar sé að aukast til norðurs. Þessa heimsókn verður því að telja ein- stakt atvik en ekki upphaf að íslenskum skeggþernustofni. HEIMILDIR Cramp, S. (Ritstj.). 1985. Handbook of the Birds of Europe, the Middle East and North Africa: The Birds of the Western Palearctic. 4. bindi. Oxford Univ. Press. London. 960 bls. Erling Ólafsson. 1986. Kolþernur verpa öðru sinni við Stokkseyri. - Bliki 5: 3-5. Erling Ólafsson, Ferdinand Jónsson & Krist- inn Haukur Skarphéðinsson. 1983. Kol- þerna verpur á Islandi. - Bliki 2: 48-55. Gunnlaugur Pétursson. 1987. Flækingsfuglar á íslandi: Þernur og svartfuglar. - Nátt- úrufræðingurinn 57: 137-143. Mees, G.F. 1977. The subspecies of Chlidoni- as hybridus (Pallas), their breeding distri- bution and migrations (Aves, Laridae, Sterninae). - Zool. Verh. 157: 1-64. Mees, G.F. 1979. Verspreiding en geta- lssterkte van de Witwangstern, Chlidoni- ashybridus (Pallas), in Europa en Noord- Afrika. - Zool. Bijdr. 26: 1-36. Voous, K.H. 1960. Atlas of European Birds. Nelson. 284 bls. SUMMARY Whiskered Tern (Chlidonias hybridus) recorded in Iceland by Kristján Lilliendahl, Guðmundur A. Guðmundsson, and Ólafur Einarsson Líffrœðistofnun háskólans Grensásvegur 12 108 Reykjavík Iceland An account is given of the events leading to the discovery of a Whiskered Tern (Chli- donias hybridus) in Iceland. One bird (Fig. 1) was seen in the village Garður, SW Ice- Iand, on 24 April 1987. Description is given of the bird which was identified as an adult in breeding plumage. The bird stayed in the area for about a month. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.