Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 37

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 37
Ævar Petersen: Vatnamýs Þetta heiti hef ég valið á litla vafn- inga, vöndla eða kúlur sem finnast í vatni, eru úr dauðum mosa (eða öðrum dauðum eða deyjandi lífrænum leifum) og eru kúlu- eða sporöskjulaga, eða því sem næst (1. mynd). Þeirra mun ekki áður hafa verið getið frá íslandi í rituð- um heimildum. Islenska nafnið á sér beina hlið- stæðu. Jöklamýs kallaði Jón Eyþórsson (1950,1951) mosakúlur þær, sem fund- ist hafa á Vatnajökli. Þær myndast þannig, að steinvölur (eða annar fastur kjarni) með mosagróðri velta áfram, svo mosinn nær að umlykja þær. Þessi mosi er lifandi, gagnstætt því sem er hjá þeim vatnamúsum sem fundist hafa hérlendis. Ég hef fundið vatnamýs í tveimur stöðuvötnum: Holtavörðuvatn, Holtavörðuheiði, Strand. 20. júní 1969. Þetta voru tvær kúlur, sem lágu á bakka vatnsins, skammt frá hvor annarri. Stærð þeirra er: 59 x 53 x 48 mm og 48 X 48 x 47 mm. Hádegisvatn, austan í Sandfelli, ofan 1. mynd. Vatnamýs úr mosa, fundnar við Holtavörðuvatn 20. júní 1969. - False lake balls from Lake Holtavörðuvatn, NW Iceland, found on June 20, 1969. (Ljósm.Iphoto Erling Ólafsson). Náttúrufræðingurinn 58 (1), bls. 31-35,1988 31

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.