Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 45
SCHIZOPROCTUS INFLATUS
(1. mynd).
Ættbálkur: Cyclopoida;
Ætt: Schizoproctidae.
Fundarstaður: Glettinganesgrunn (65°
28’N, 12° 36’V), 137-144 m, 3. desem-
ber 1979, 3 eintök og 15. júlí 1980, 3
eintök. Safnað af Jóni Bogasyni.
S. inflatus er sérkennileg í útliti,
vindillaga en með frambol breiðari en
afturbol. Frambolur er nokkuð vel að-
greindur frá afturbol, sem hefur fimm
liði. Fyrstu fjögur fótapör frambols
eru stutt og sver, en fimmta fótaparið
er baklægt og fæturnir þunnir og blað-
laga. Eggjasekkir eru festir við fimmta
fótapar.
Aðeins fundust kvendýr, en karl-
dýrin eru mjög smá (1,3 mm) og tap-
ast gjarnan við söfnun.
S. inflatus lifir í sambýli við möttul-
dýr og hefur fundist innan í Ascidia
mentula Muller, A. obliqua Alder,
Ascidia sp., Molgula retortiformis
Verrill og Boltenia ovifera (Linné).
Hérlendis fannst hún utan hýsils, en
af áðurnefndum hýslum finnast A.
obliqua og M. retortiformis hérlendis
(Millar 1966). Ef lifnaðarhættir S. in-
flatus eru líkir lifnaðarháttum Asci-
dicola rosea Thorell, sem er svipuð í
útliti og lifir einnig innan í möttuldýr-
um (Gotto 1957), má gera ráð fyrir að
S. inflatus sitji á slímstreng möttul-
dýrsins og éti af honum. Slímþráður-
inn myndast þegar möttuldýrið safnar
saman slími (mucus) af tálknakörfu
sinni, en tálknakarfan er jafnframt
fæðuöflunarlíffæri, sem síar smásæjar
agnir úr sjónum. Sambýlið er möttul-
dýrinu líklega að skaðlausu.
S. inflatus er ekki getið áður við ís-
land. Hún hefur norðlæga útbreiðslu
og hefur fundist við Svalbarða, Finn-
mörku og við austur- og vesturströnd
Grænlands (Sars 1921, Hansen 1923).
ASTEROCHERES LILLJEBORGI
(2. mynd).
Ættbálkur: Siphonostomatoida;
Ætt: Asterocheridae.
Fundarstaður: Þistilfjarðardjúp (67°
01’N, 16° 32’V), 326-345 m, 30. nóv-
ember 1979, 2 eintök. Safnað af Jóni
Bogasyni.
A. lilljeborgi hefur breiðan og flat-
an frambol. Höfuðliður er mjög stór
og töluvert breiðari en næstu tveir
frambolsliðir. Fjórði liður frambols er
aftur á móti mjög lítill og nær hulinn
af þriðja lið. Sterklegir neðrikjálkar
(maxilliped) eru nokkuð einkennandi
fyrir tegundina. Tegund af ættkvísl-
inni Asterocheres hefur áður fundist
hér við land, þ.e. Asterocheres boecki
(Sars) (= Ascomyzon boecki; Hansen
1923, Stephensen 1940). A. boecki er
auðþekkt frá A. lilljeborgi á miklu
lengri munnrana.
A. lilljeborgi hefur fundist utan á
krossfiskunum Henricia sanguinolenta
(Muller) og Asterias rubens (Linne), á
slöngustjörnunni Luidia sarsi Duben
& Koren og innan í svampi. Hinn
eiginlegi hýsill er þó líklega H. sangu-
inolenta (Bresciani & Lútzen 1962).
A. lilljeborgi lifir sníkjulífi utan á H.
sanguinolenta (Röttger o.fl. 1972).
Krabbaflærnar leysa upp skinn kross-
fisksins og sjúga næringu úr honum
með rörlaga munni. Öll vaxtarstig
krabbaflónna, nema fyrstu lirfustigin,
sníkja á H. sanguinolenta.
A. lilljeborgi hefur ekki áður fund-
ist hér við land. Hún hefur suðlæga
útbreiðslu og hefur fundist við Bret-
landseyjar, suður- og vesturströnd
Noregs og við vesturströnd Svíþjóðar
(Bresciani & Lútzen 1962). Það er lík-
legt að A. lilljeborgi eigi eftir að finn-
ast umhverfis allt landið, því að hýsill-
inn, H. sanguinolenta, er algengur
hérlendis (Hermann Einarsson 1948).
39