Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 51

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 51
virkni, sprungumyndunar og eldgosa o.s.frv.) er frekar lítið sinnt og ekki gert mikið úr hlutverki þeirra miðað við gos- söguna og almenna lýsingu hinna eldvirku svæða. Ekki verður séð að neinu ákveðnu sameiginlegu kerfi sé beitt við uppbygg- ingu kaflanna. Petta er um 80% textans og langumfangsmesti hluti hans. Næstur að umfangi er inngangskaflinn, „Eldur úr iðr- um jarðar“, sem er frá hendi höfundar eins konar kennslustund í eldfjallafræðum er varða Island sérstaklega og þjónar sem inngangur að eldfjallasögunni. Þessi inn- gangur er um 16% textans. Að lokum er svo ein opna aftast í bókinni með fagorða- skýringum. Þetta er líklega einn veiga- mesti þátturinn í hverri fræðibók. Ásamt inngangskaflanum er þetta lykillinn að skilningi á efni bókarinnar en einkum þó því stórkostlega og margþætta ferli sem eldvirkni er. Ég ætla að byrja á því að fjalla um þennan þátt, fræðilegu hugtökin og út- skýringar þeirra. Alls eru útskýrð 52 hug- tök. Þrjú þeirra varða tímatal í jarð- fræðinni, 7 snúast um ferli, 16 um efni jarðar og 26 um gerð eða byggingu jarð- skorpunnar og einstakra hluta hennar. Bókin spannar stutt tímaskeið í jarðsög- unni, nánast eitt augnablik. Það er því ekki undarlegt þótt tímatalshugtökin séu fá. Eldvirknin er hins vegar margþætt ferli og atburðarásin fléttuð úr mörgum og ólíkum þáttum. Það verður því ekki sagt að þessari atburðarás sé gert hátt undir höfði með því að nefna til sögunnar sjö hugtök. Fjögur þessara hugtaka eru: blandgos, flæðigos, sprungugos og þeyti- gos, en frumhugtakið eldgos er alls ekki útskýrt í bókinni. Tvö önnur hugtök eru: gosórói og skjálftaórói, sem eru jarð- skjálftaferli. Frumhugtakið jarðskjálfti er ekki skýrt. Þegar texti bókarinnar er skoðaður í þessu samhengi kemur í ljós að þar skipa ferlin einnig lágan sess. Höfundur hefur sem sagt sneitt hjá því að fjalla um ferlin, hina margslungnu röð atburða og breyt- inga, sem leiða til þess ástands er við höf- um hverju sinni. Skilningur á þeim er í raun mælikvarði á skilning okkar á fræði- greininni sem heild. Ef við skiljum ekki ferlin er þekking okkar nánast hrein stað- reyndakunnátta. Staðreyndirnar eru hins vegar undirstaða skilnings og þess vegna nauðsynleg kunnátta. En höfundur ís- landselda leggur það ekki á lesendur sína að skilja mikið í eldvirkninni. Hvað gerist, hvers vegna og hvernig eru ekki uppá- halds spurnarorð hans, heldur hvar og hver, hvenær og hve oft. Sextán orð í fag- orðaskýringum fjalla um efni, sem jörðin er gerð úr. Hér eru að sjálfsögðu eingöngu tekin orð er varða efnin, sem eru á ferð- inni í eldgosum. Þessi hugtök falla undir þá sérgrein jarðfræðanna sem við köllum bergfræði og bókin leggur frekar litla áherslu á en víkur að á mörgum stöðum. Restin, 26 orð, helmingur hugtakanna, fjallar um gerð og útlit jarðar og hluta hennar. Orðin sem skýrð eru lýsa annað hvort hlutum eldfjalla, heilum eldfjöllum eða stærri eldfjallaeiningum eða þá brot- um og veikleikum í jarðskorpunni. Flest eru þetta hugtök, sem koma fyrir víða í bókinni. í inngangskaflanum er gerð tilraun til þess að tengja þessi og önnur hugtök sam- an og draga upp heildarmynd af dreifingu og gerð íslenskrar eldvirkni, útlista berg- tegundir, berg og bergkviku og hvernig hún verður til, hvernig gos haga sér, gera grein fyrir helstu gerðum eldstöðva og fleira slíkt. Þessi inngangskafli er erfiðast- ur aflestrar allra kafla bókarinnar. I hon- um er margt aðfinnsluvert, bæði faglegt og stfllegt. Víða sést orðalag, sem ég kann ekki að lýsa öðru vísi en sem ruglingslegu og óná- kvæmu. Tökum nokkur dæmi: Á bls. 19 stendur: „Ætla má að ástand jarðskorp- unnar og átaksstefnur flekaskriðsins séu með þeim hætti að sprungur rifna greiðar upp þar en utan þessara afmörkuðu svæða.“ Málsgreinin er þung og klúðurs- leg, en þar að auki er hér dæmi um ranga orðnotkun, sprungur rifna ekki, jörðin eða bergið rifnar og sprunga verður til. Á bls. 12 segir: „Á jökulskeiðum urðu gos- myndanir einkum til úr gjósku sem hefur orðið að móbergi með tímanum. . . . “ Gosmyndanir á jökulskeiðum urðu til úr kviku eins og gosmyndanir á öllum öðrum skeiðum jarðsögunnar. Tafla ein á bls. 20 45

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.