Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 60
Heimildir Heimildaskrá fylgir hverjum kafla og eru þær mislangar, frá þrem og upp í tutt- ugu og sjö rit. Hér er ekki um að ræða beinar tilvitnanir heldur valin rit, sem eiga að gefa fekari upplýsingar um efni hvers kafla. Af þessari ástæðu verður ekki séð, hvaðan höfundinum koma þær upplýsing- ar sem hann notar. Peir, sem þekkja vel það sem hefur verið skrifað um íslenska jarðfræði, geta þó í mörgum tilvikum ráð- ið í þetta og borið kennsl á gögn og hug- myndir í bókinni. Ég þykist þannig kann- ast við sitthvað úr fórum kollega minna, jafnvel það sem enn hefur ekki verið birt opinberlega eða þá mjög nýlega. Af þessu má ráða að höfundur er í nánu sambandi við íslenska jarðfræðinga, ræðir við þá um fræðin og fræðist af þeim um nýjungar og að þeir láta honum í té upplýsingar jafnvel áður en þeir birta þær á prenti. Bókin inniheldur því töluvert af ferskum hug- myndum, en þær eru ekki allar jafn góðar eða jafn vel staðfestar og um þær er ekki endilega samkomulag meðal rannsakenda íslenskra eldfjalla. Pað er því ekki víst að allar lifi þær af gögn og túlkanir morgun- dagsins eða verði langlífar. En þær geta hresst upp á frásögnina ef vel er með þær farið. Eins og fyrr segir þá sniðganga gjarnan yfirlitsverk fyrir alþýðu svona vonarpening, en hér er honum gerður frekar hár sess (blaðamennskustíll?). Aðalókostur þeirrar heimildaskráning- ar, sem í bókinni er viðhafður, er sá að ógerlegt er að rekja eða átta sig á hvaðan missagnir, misskilningur og önnur gölluð umfjöllun er sprottin, hvað er höfundarins sjálfs og hvað er annarra. Þetta er einkum snúið, þar sem hann stundar ekki sjálfur rannsóknir á eldvirkni og hefur því alla sína þekkingu úr annarra verkum og einn- ig þar sem hann á það til að taka afstöðu í umdeildum málum, eins og t.d. um Kristnitökuhraunið á bls. 135. Höfundur ber því einn ábyrgð á öllum göllum í frá- sögninni, þó gallarnir séu undan annarra rifjum. Alls eru í heimildalistunum 188 tilvísanir í 152 rit. Alls er vitnað í 60-65 höfunda (eftir því hvernig talið er). Efni er því aug- Ijóslega víða dregið að. Oftast er vitnað í Sigurð Þórarinsson eða tuttugu og tveim sinnum og í tuttugu og eitt rit eftir hann. Mér telst til að 82% tilvitnananna sé í lærða jarðfræðinga en 18% í áhugamenn um jarðfræði og þá sem skrifa um annað en jarðfræði. Af þeim ritum sem vitnað er í eru 83% á íslensku. Restin er á ensku, 31 rit, nema 1 rit er á þýsku. í heimildalistana vantar öndvegisrit, sem furðu vekur að höfundur skuli hafa komist hjá að nota eða ætli lesendum sín- um ekki að vita af og hafa gagn af. Mér finnst það meira en lítið undarlegt ef sjálfrar Eldfjallasögu Þorvaldar Thorodd- sens er engrar þörf við samningu yfirlits- bókar um elda Islands, eða ef engin ástæða þykir til þess að halda henni á lofti við íslenska lesendur um eldfjöll, né reyndar neinu öðru af skrifum Þorvaldar. Eldfjallasögunnar er getið í upptalningu í formála Islandselda, síðan ekki söguna meir. Ég sé einungis á tveim stöðum öðr- um í bókinni nafn Þorvaldar Thoroddsens, og það í framhjáhlaupi, þessa frumkvöðuls íslenskra eldfjallafræða og jarðfræða al- mennt og jafnframt eins af sárafáum risum í íslenskri vísindasögu og líklega þess stærsta enn sem komið er. Niðurstöður Ef ég reyndi að meta texta þessarar bókar sérstaklega og sem eina heild í því augnamiði að gefa honum einhverja ein- falda einkunn, þá verður sú einkunn ekki sérlega góð. Textinn eins og hann stendur í bókinni er hálfgerð hrákasmíð. Yfirlegu og fínpússun virðist ekki hafa verið beitt á hann. Hann er eins og hann komi beint úr pennanum, rekinn áfram af hug og dugn- aði höfundar. Orðaval er víða ónákvæmt og óljóst, faglegar missagnir fljóta innan um, sumar býsna alvarlegar. Höfundur nálgast meginefni bókarinnar frá einhæfu sjónarhorni, sem ekki hæfir alþýðlegu yfir- litsfræðiriti. Frumhugtök fræðanna eru að miklu leyti óskýrð. Þeir, sem stjórna at- burðarásinni í þessari sögu, detta inn í frá- sögnina einhvers staðar og án kynningar. í fornsögum okkar eru hetjur og örlagavald- ar yfirleitt vandlega kynntir áður en þáttur þeirra í sögunni er rakinn. Persónur koma 54

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.