Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 61
þar yfirleitt ekki á óvart, þegar þær birt-
ast. Á þessum bókmenntum okkar hefur
yfirleitt verið talinn vera góður frásagnar-
stíll. Þó örlagavaldar eldfjallasögunnar séu
ekki mannlegar hetjur, heldur hugtök, þá
þurfa þeir sína kynningu, áður en þeir eru
látnir ganga til leiks, annars verða afrek
þeirra illskiljanleg og þeir verða hjárænur í
sögunni.
Þegar höfundur ræðir um ferli og flókna
atburðarás verður texti hans óljós og tyrf-
inn, en þegar hann segir frá almennri nátt-
úru landsins og sögu ákveðinna svæða
liðkast textinn og hnökrarnir hverfa. Þetta
stendur áreiðanlega í beinum tengslum við
áhugasvið höfundarins. En frásagnargleði
hans í heild er ekki í samræmi við vand-
virknina. Bókin öll ber þess merki að
hann hefur lítinn áhuga á þeim ferlum,
sem stjórna eldvirkninni, eða þeirri flóknu
atburðarás í jörðinni, sem eldfjallafræð-
ingar reyna að ráða fram úr. Þetta er sorg-
legt, því á sumum þessara atriða veltur
skilningur lesenda hans á íslenskri eld-
virkni og eldvirkni almennt. Við lestur
þessarar bókar er lesandinn fyrst og
fremst fylltur af alls kyns fróðleik um eld-
stöðvar á Islandi, en hann fær lítið eða
ekkert að vita um það hvers vegna eldgos
verða eða hvað stjórnar atburðarásinni.
Sem höfuðmiðlunaraðferð upplýsinga,
kunnáttu og skilnings er textinn í bókinni
ekki nógu góður og línur hans ekki rétt
lagðar.
Þegar á heildina er litið, virðist mér val
á ljósmyndum hafa tekist býsna vel, hvað
varðar innihald myndanna og samband
þess við texta bókarinnar. Varðandi
myndgæðin er árangurinn misjafnari. I
bókinni eru allt frá afar góðum myndum
til óframbærilegra á svona vettvangi.
Sem ein af miðlunaraðferðum bókarinn-
ar eru kortin sem heild að mínu mati lang-
best úr garði gerð og eiga þau skilið sér-
stakt hrós fyrir skýrleika og góðan frágang
og ekki síður fyrir að þjóna öðru efni bók-
arinnar vel og ríkulega. Vegna mikilla
gæða og þess hve mikið kort eru notuð í
þessari bók, gefa þau henni mjög aukið
gildi og gera hana bæði gagnlegri og auð-
veldari afnota. Af þessu gætu margir út-
gefendur og höfundar lært gagnlega lexíu.
Allt of oft er þessi einfaldi en skýri mögu-
leiki á miðlun upplýsinga illa notaður eða
algjörlega ónotaður í íslenskri útgáfustarf-
semi.
Það verður hins vegar að álykta, að
kunnáttu í gerð skýringarmynda hafi verið
verulega áfátt við gerð þeirra sem hér birt-
ast. Myndirnar eru auk þess alls ekki
nægilega vandlega hugsaðar fyrir teikning-
una. Þær bera merki hroðvirknislegri
hugsun en þokkalegu handbragði.
Sem miðlunaraðferð upplýsinga eru
töflur í bókinni sjálfsagðar. Hér hefur líka
tekist allvel til við gerð þeirra og frágang,
en þær innihalda allt of mikið af hæpnu
efni til þess að hægt sé að líta á þær sem
traustan gagnabanka um eldvirknisögu Is-
lands.
Útskýringartextarnir við myndefnið
segja í mörgum tilvikum of lítið um mynd-
efnið sjáft, til þess að hægt sé að segja að
myndin sjálf fullnýtist f bókinni. Með
ábendingum og tilvísunum til umræðunnar
í textanum (eða öfugt, þ.e.a.s. með beinni
tilvísun í textann til ákveðinna mynda eða
myndhluta) er hægt að gera lesandanum
kleift að lesa út úr myndinni það sem hún
segir um myndefnið sem jarðfræðilegt fyr-
irbæri. Þar sem þessu hlutverki er ekki
nógu vel sinnt, dreg ég þá ályktun að höf-
undur líti á myndirnar að verulegu leyti
sem bókarskreytingu en ekki sem hjálpar-
gögn við textann eða frekari fyllingar efn-
isins, þó það sé ekki í samræmi við orð
hans hér að lútandi í formála, þar sem
hann afsakar lágar kröfur um myndgæði
með faglegri gagnsemi myndefnisins.
Innskotstextarnir sem heild gefa bók-
inni bæði skemmtilegan svip og gera hana
skemmtilegri aflestrar, maður les breyttan
stfl og fjölbreytilegri frásögn. Samfella
megintextans er rofin með þessum inn-
skotum og eins myndefninu og er það
bæði kostur og galli.
Staðsetningarrammarnir, sem fylgja
köflunum um eldstöðvakerfin og innihald
þeirra, er mjög vel til fundin ráðstöfun.
Þetta er sérlega gagnlegur, fljótnuminn og
skýr inngangur að efni kaflanna.
Heimildalistarnir gefa greinilega ekki
allt það besta, sem hægt hefði verið að
velja til þess að vitna í og til að vísa les-
55