Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 27
Hjörleifur Guttormsson
Ljósalyng (Andromeda polifolia L.)
fundið á íslandi
Það var í júnímánuði 1985 að Páll
Sveinsson frá Hvannstóði f Borgar-
firði eystra var á göngu í Brúnavík,
sem er næsta vík austan Borgarfjarð-
ar. Gekk hann þá fram á lyng í blóma
í mýrarhalli og greip með sér eintak,
þar eð hann bar ekki kennsl á tegund-
ina. Við því var ekki að búast, þótt
Páll væri fróður um grasafræði. Plant-
an sem hann hafði handa milli reynd-
ist vera nýr og áður óþekktur borgari í
gróðurríki íslands, lyngtegund með
latneska heitinu Andromeda polifolia
sem Linné gaf henni með vísan í
gríska goðafræði (Polunin 1959). Þess-
ari tegund er nú skipt í tvær deiliteg-
undir, ssp. polifolia og ssp. glauco-
phylla. Tilheyrir tegundin sem hér
fannst þeirri fyrrnefndu (1. mynd).
Ingimar Óskarsson (1963) gaf tegund-
inni nafnið ljósalyng í bókinni Villi-
blóm í litum, sem hefur að geyma
ýmsar tegundir, sem algengar eru í
nágrannalöndum. Þessi handbók var
til í Hvannstóði, þar sem heimilisfólk-
ið hefur augun opin fyrir náttúrunni;
þóttist það sjá hvað hér væri á ferð-
inni.
Móðir Páls, Anna Björg Jónsdóttir,
hafði með sér þurrkað eintak af plönt-
unni og sýndi mér það í ferð Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags að Snæfelli
28. júlí 1985 og í framhaldi af því fékk
finnandinn grun sinn staðfestan.
Þann 12. júlí 1986 fór ég ásamt Páli
Sveinssyni til Brúnavíkur til að athuga
vaxtarstað ljósalyngsins. Ekki gafst
tími til ítarlegrar athugunar á staðnum
í það skipti og blómgun var að mestu
lokið. Því skrapp ég aftur til Brúna-
víkur tæpu ári síðar, 24. júní 1987, og
hitti þá á lyngið í blóma. Hér verður
getið hins helsta sem ég skráði hjá
mér í þessum ferðum og gefin lýsing á
plöntunni eftir eintökum, sem safnað
var.
Ljósalyngið vex í mýrarhalli neðan
við framhlaup úr Svartfelli, innarlega í
víkinni norðan ár, í um 100 metra hæð
yfir sjó. Þar vex lyngið á dreif á svæði
sem er nokkra tugi metra á hvorn veg.
Undan framhlaupinu koma vætlur
með dýjamosa og dreifist raki um
mýrina, en í henni vex barnamosi
(Sphagnum sp.) og ýmsar rakasæknar
háplöntutegundir (sjá skrá). Mýrinni
hallar um á að giska 3° og veit hún
mót aust-norðaustri. Við fyrstu sýn
virðist hún nær slétt, en reyndist þeg-
ar betur var að gáð vera með lágum
en óverulegum þúfum.
Ljósalyngið vex þarna á blettum í
mýrinni, bæði þar sem blautt er og
vatn stendur uppi meðan frost er í
jörðu, en einnig í lágum barnamosa-
þúfum innan um bláberja- og kræki-
lyng. Ef til vill ræðst útbreiðsla lyngs-
ins þarna af raka- og sýrustigi í jarð-
Náttúrufræðingurinn 58 (3), bls. 145-150, 1988.
145