Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 27
Hjörleifur Guttormsson Ljósalyng (Andromeda polifolia L.) fundið á íslandi Það var í júnímánuði 1985 að Páll Sveinsson frá Hvannstóði f Borgar- firði eystra var á göngu í Brúnavík, sem er næsta vík austan Borgarfjarð- ar. Gekk hann þá fram á lyng í blóma í mýrarhalli og greip með sér eintak, þar eð hann bar ekki kennsl á tegund- ina. Við því var ekki að búast, þótt Páll væri fróður um grasafræði. Plant- an sem hann hafði handa milli reynd- ist vera nýr og áður óþekktur borgari í gróðurríki íslands, lyngtegund með latneska heitinu Andromeda polifolia sem Linné gaf henni með vísan í gríska goðafræði (Polunin 1959). Þess- ari tegund er nú skipt í tvær deiliteg- undir, ssp. polifolia og ssp. glauco- phylla. Tilheyrir tegundin sem hér fannst þeirri fyrrnefndu (1. mynd). Ingimar Óskarsson (1963) gaf tegund- inni nafnið ljósalyng í bókinni Villi- blóm í litum, sem hefur að geyma ýmsar tegundir, sem algengar eru í nágrannalöndum. Þessi handbók var til í Hvannstóði, þar sem heimilisfólk- ið hefur augun opin fyrir náttúrunni; þóttist það sjá hvað hér væri á ferð- inni. Móðir Páls, Anna Björg Jónsdóttir, hafði með sér þurrkað eintak af plönt- unni og sýndi mér það í ferð Hins ís- lenska náttúrufræðifélags að Snæfelli 28. júlí 1985 og í framhaldi af því fékk finnandinn grun sinn staðfestan. Þann 12. júlí 1986 fór ég ásamt Páli Sveinssyni til Brúnavíkur til að athuga vaxtarstað ljósalyngsins. Ekki gafst tími til ítarlegrar athugunar á staðnum í það skipti og blómgun var að mestu lokið. Því skrapp ég aftur til Brúna- víkur tæpu ári síðar, 24. júní 1987, og hitti þá á lyngið í blóma. Hér verður getið hins helsta sem ég skráði hjá mér í þessum ferðum og gefin lýsing á plöntunni eftir eintökum, sem safnað var. Ljósalyngið vex í mýrarhalli neðan við framhlaup úr Svartfelli, innarlega í víkinni norðan ár, í um 100 metra hæð yfir sjó. Þar vex lyngið á dreif á svæði sem er nokkra tugi metra á hvorn veg. Undan framhlaupinu koma vætlur með dýjamosa og dreifist raki um mýrina, en í henni vex barnamosi (Sphagnum sp.) og ýmsar rakasæknar háplöntutegundir (sjá skrá). Mýrinni hallar um á að giska 3° og veit hún mót aust-norðaustri. Við fyrstu sýn virðist hún nær slétt, en reyndist þeg- ar betur var að gáð vera með lágum en óverulegum þúfum. Ljósalyngið vex þarna á blettum í mýrinni, bæði þar sem blautt er og vatn stendur uppi meðan frost er í jörðu, en einnig í lágum barnamosa- þúfum innan um bláberja- og kræki- lyng. Ef til vill ræðst útbreiðsla lyngs- ins þarna af raka- og sýrustigi í jarð- Náttúrufræðingurinn 58 (3), bls. 145-150, 1988. 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.