Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 33
Páll Imsland Ungt félag og nýtt tímarit um steina Ilvaít, (CaFe22+Fe3+[0H/0/Si207]). Steindin ilvaít kristallast í orthórombíska kerfinu, hefur hörkuna 5,5-6 og eðlisþ. í kring um 4. Hún er svört eða svargrá með glergljáa og myndast helst samfara ummyndun í nágrenni innskota við út- fellingu úr tiltölulega heitum lausnum. Sýnið er fundið í nágrenni Þyrils í Hvalf- irði, en þar er aðalfundarstaður ilvaíts hérlendis. Kristallarnir á myndinni sitja á klalsíti og eru um það bil 3 mm að stærð. Nánar má lesa um ilvaít í ýmsum yfirlitsbókum í steinafræði og svo í grein eftir Svein Jakobsson í 1. tbl. Steins. The mineral ilvait from Hvalfjörður Iceland. (Ijósm. photo Sigurður Sveinn Jónsson) Hinn 25. nóvember 1983 var stofn- að í Reykjavík Félag áhugamanna um steinafræði. Að stofnun þess stóðu 13 einstaklingar, sem hafa áhuga á stein- um og steinafræði. Félagið er opið áhugamönnum og geta þeir snúið sér bréflega til Félags áhugamanna um steinafræði, Pósthólf 8705, 128 Rvík með fyrirspurnir varðandi félagið. Fé- lagsfundir eru að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og farnar eru fræðslu- og skoðunarferðir á sumrum. Félagið hefur staðið að tveim steinasýningum í Reykjavík. Náttúrufræðingurinn 58 (3), bls. 151-152, 1988. 151

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.