Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 22
16 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sem aldarfjórðung verði farið að reisa aflstöðvar, sem noti þungt vetni sem eldsneyti. Ekki virðist ólíklegt að einhverjar af leiðum þeim, sem nú er verið að kanna, reynist færar og geri það mögu- legt að hafa stjórn á mörg hundruð milljón gráðu heitu plasma með tilheyrandi kjarnbreytingum. Þó er ef til vill ennþá líklegra að fundnar verði nýjar leiðir, hagkvæmari en þær, sem menn hafa ennþá komið auga á. Um þetta verður ekki sagt fyrr en náin kynni eru fengin af hinu fjórða eðlisástandi efnisins, plasma-ástandinu, sem menn hafa haft lítil tækifæri til að rannsaka fyrr en nú. Um gerð og útlit væntanlegra vetnis-aflstöðva er þá heldur ekki hægt að segja margt með vissu, en þó eru nokkrir eiginleikar, sem hægt er að gera sér grein fyrir. (1) Eldsneytið verður ódýrt og auð- fengið. Þungt vatn kostar mörg hundruð sinnum minna en tilsvar- andi magn af benzíni miðað við orku og það er hægt að vinna úr öllu venjulegu vatni. (2) Engin hætta verður á stórkostlegum spreng- ingum. Eldsneytið, sem er í eldhólfinu á hverjum tíma, er svo lítið, að sprenging í því gæti aldrei orðið verulega öflug. (3) í svona orku- verum myndast tiltölulega lítið af geislavirkum efnum. Við sam- runann myndast aðallega Helíum, sem ekki er geislavirkt. Þó verð- ur mikil kjarngeislun á meðan orkuverið er í gangi, einkum nev- trónur, sem ekki er hægt að stöðva nema með þykkum varnarveggj- um. Það er því ólíklegt að hægt verði að smíða litlar aflvélar, svo að gagni komi. (4) Hugsast getur að framleiðsla rafmagns í svona orkuverum yrði einfaldari en við venjulegar aðstæður. I öllum meiri háttar rafstöðvum, hvort sem um er að ræða vatnsaflsstöðvar, kyntar raf- stöðvar eða kjarnorkurafstöðvar, byggist framleiðsla rafstraumsins á því að rafleiðslur verða fyrir áhrifum frá breytilegu segulsviði, sem framkallað er með því að snúa sterkum segli í rafalnum. Þar sem plasmanu fylgir alltaf segulsvið, er hugsanlegt að hreyfingar plasmans geti séð fyrir hinu breytilega segulsviði í rafalnum, án þess að nokkur annar hlutur sé þar á hreyfingu. Þetta mundi spara marga milliliði og gera rafstöðina ódýrari í byggingu og rekstri. Ef það tekst að hagnýta orku léttra atómkjarna þá hefur maður- inn unnið það afrek að hafa í húsum sínum eld, sem er jafnvel heit- ari en eldur sá, sem heitast brennur í sólum himingeimsins. Jafn- framt er þá mannkynið farið að ausa af sömu orkulindum og halda sólunum glóandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.