Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 39
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 33 hreisturkend blöð á einkennilegum stönglum, sem eru settir sam- an a£ flötum og sívölum hlutum. Ýmsir kaktusar eru nytjaplöntur. Bera margir þeirra æt aldin, t. d. sumir fíkjukaktusar eins og nafnið bendir til. Þessar „kakt- usfíkjur“ eru mjúkar, safaríkar og auðugar af sykri. Mexíkanar eru t. d. sólgnir í aldin „tómatakaktusins" (Cereus triangularis). Aldin hans o. fl. klifurkaktusa kalla þeir „Pitahaya“ og eta með góðri lyst. Malað er mjöl úr þurrkuðu aldinkjötinu. Á torgum og gatna- mótum í Mexíkó eru seld „garambullos“-aldin, sem líkjast blá- berjum. Það eru ávextir Cereus geometricans. Ber Peireskia escul- enta, „Barbados-ribsberin“ þykja góð til matar. Barbados-kaktus- inn er ræktaður sem þyrnigerði í Mexíkó og víðar. Aldin tómata- kaktusins, sem fyi'r var nefndur, eru stór og vega nær i/2 kg. Þau eru rauð líkt og tómatar. „Indverskar fíkjur“ eru aldin Opuntia Ficus indica. Þær eru næringarmiklar og m. a. borðaðar mikið í Suður- Evrópu og Norður-Afríku. Fíkjukaktus þessi er ræktaður og vex einnig viltur. í Missisippidalnum er ræktuð fíkjukaktustegundin O. rafinesquei og í Mexíkó O. leucotriche vegna aldinanna. Þau eru þyrnótt og verður að skera þau þvert í sundur og taka síðan aldinkjötið innan úr þyrnibrynjunni. Hinir ungu, safaríku stöngl- ar £c/uno-kaktustegunda allmargra eru etnir soðnir í heimalönd- um þeirra. Sömuleiðis eru stönglar sumra fíkjukaktusa (Opuntia) ætir. Margir kaktusar eru hagnýttir sem safaríkt og nærandi skepnu- fóður. Eru sumar fíkjukaktusategundir t. d. ræktaðar þess vegna í Bandaríkjunum og víðar. Hafa sumir verið kynbættir og fengist nær þyrnalaus afbrigði. Sumar tegundir Rliipsalis-kaktusa eru etn- ar með matarolíu og ediki, sem eins konar kaktussalat. í sumum Ec/z/no-kaktustegundum eru „alkaloidar" (Anhaloniuto-kaktusar). Er þetta notað sem áfengi og í sambandi við trúarlegar athafnir frá fornu fari. Þessi eiturefni kallast í Mexíkó „Pellote“ á máli Azteka og „Mezkalin“. Sum þessara efna eru notuð sem svefnlyf, annarra er neytt til að komast í einkennilegt áfengisdraumaástand. Menn sjá ofsjónir og m. a. ýmsa skínandi fagia liti. Banvænt ef of mikils er neytt. Er þurrkað aldinholdið etið til að komast í vímuna. Ein fíkjukaktustegund (Opuntia coccinellifera) og e. t. v. fleiri voru ræktaðar mikið vegna „kosckenili” eða „kokkinelli“ lúsarinnar, sem lifði á þeim. En úr lúsarblóðinu o. fl. efnum var gerður varalitur, sem e. t. v. er notaður enn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.