Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 39
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 33 hreisturkend blöð á einkennilegum stönglum, sem eru settir sam- an a£ flötum og sívölum hlutum. Ýmsir kaktusar eru nytjaplöntur. Bera margir þeirra æt aldin, t. d. sumir fíkjukaktusar eins og nafnið bendir til. Þessar „kakt- usfíkjur“ eru mjúkar, safaríkar og auðugar af sykri. Mexíkanar eru t. d. sólgnir í aldin „tómatakaktusins" (Cereus triangularis). Aldin hans o. fl. klifurkaktusa kalla þeir „Pitahaya“ og eta með góðri lyst. Malað er mjöl úr þurrkuðu aldinkjötinu. Á torgum og gatna- mótum í Mexíkó eru seld „garambullos“-aldin, sem líkjast blá- berjum. Það eru ávextir Cereus geometricans. Ber Peireskia escul- enta, „Barbados-ribsberin“ þykja góð til matar. Barbados-kaktus- inn er ræktaður sem þyrnigerði í Mexíkó og víðar. Aldin tómata- kaktusins, sem fyi'r var nefndur, eru stór og vega nær i/2 kg. Þau eru rauð líkt og tómatar. „Indverskar fíkjur“ eru aldin Opuntia Ficus indica. Þær eru næringarmiklar og m. a. borðaðar mikið í Suður- Evrópu og Norður-Afríku. Fíkjukaktus þessi er ræktaður og vex einnig viltur. í Missisippidalnum er ræktuð fíkjukaktustegundin O. rafinesquei og í Mexíkó O. leucotriche vegna aldinanna. Þau eru þyrnótt og verður að skera þau þvert í sundur og taka síðan aldinkjötið innan úr þyrnibrynjunni. Hinir ungu, safaríku stöngl- ar £c/uno-kaktustegunda allmargra eru etnir soðnir í heimalönd- um þeirra. Sömuleiðis eru stönglar sumra fíkjukaktusa (Opuntia) ætir. Margir kaktusar eru hagnýttir sem safaríkt og nærandi skepnu- fóður. Eru sumar fíkjukaktusategundir t. d. ræktaðar þess vegna í Bandaríkjunum og víðar. Hafa sumir verið kynbættir og fengist nær þyrnalaus afbrigði. Sumar tegundir Rliipsalis-kaktusa eru etn- ar með matarolíu og ediki, sem eins konar kaktussalat. í sumum Ec/z/no-kaktustegundum eru „alkaloidar" (Anhaloniuto-kaktusar). Er þetta notað sem áfengi og í sambandi við trúarlegar athafnir frá fornu fari. Þessi eiturefni kallast í Mexíkó „Pellote“ á máli Azteka og „Mezkalin“. Sum þessara efna eru notuð sem svefnlyf, annarra er neytt til að komast í einkennilegt áfengisdraumaástand. Menn sjá ofsjónir og m. a. ýmsa skínandi fagia liti. Banvænt ef of mikils er neytt. Er þurrkað aldinholdið etið til að komast í vímuna. Ein fíkjukaktustegund (Opuntia coccinellifera) og e. t. v. fleiri voru ræktaðar mikið vegna „kosckenili” eða „kokkinelli“ lúsarinnar, sem lifði á þeim. En úr lúsarblóðinu o. fl. efnum var gerður varalitur, sem e. t. v. er notaður enn!

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.