Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1959, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1959, Blaðsíða 32
32 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN unum. Vaxa þeir einkum á þurrum, grýttum hásléttum og í hömr- óttum fjallagiljum, þar sem jarðvegur er fremur gljúpur. Ekki eru samt allir kaktusar „börn heitu óbyggðanna". Margar tegundir eiga heima í Texas, Nýju-Mexíkó; og í sléttufylkjum Bandaríkj- anna verða þeir að þola margra gráðu frost og eru oft þaktir snjó. Sumir kaktusar vaxa líka hátt í Andesfjöilum. Rúmlega tylft teg- unda vex á gresjum miðfylkja Bandaríkjanna og menn vita um 14 kaktustegundir í votlendi og hólmum Flóridaskagans. Sumar teg- undir hafa breiðst út langt frá heimkynnum sínum og eru komnar norður í Alberta og „Brezku- Kolumbíu". Aðrar hafa lagt leið sína í suðurátt, gegnum Mið- Ameríku, og allt suður í Pata- góníu og jafnvel alveg að Ma- gellansundi. Þótt Ameríka sé heimkynni kaktusanna hafa þó allmargar tegundir borizt til annarra heims- álfa. Algeng næturblómgandi Cereus-tegund hefur öldum sam- an verið ræktuð í Kína og all- lengi á Havajieyjum. Á strönd- um Miðjarðarhafsins eru kaktus- ar nú víða all-algengir, einkum O/mníta-tegundir. Talið er að kaktusarnir hafi verið fluttir þangað í fyrstu frá Mexikó á 16. öld, en hafa síðan breiðst mjög út og vaxa sem villtir væru. Kaktusar eru einnig komnir til Ástralíu, Madagaskar, Suður-Afríku og Ceylon. Hafa fræ e. t. v. borizt með fuglum í fyrstu — og síðan einnig með mönnum. Vaxa nú víða sem „heima hjá sér". Yfir 200 kaktustegundir vaxa villtar í Bandaríkjunum. Næst öðrum blómplöntum standa sennilega Bar- bados eða ribsberjakaktusarnir. Þeir bera blöð á þyrnóttum stöngli. Barbadoskaktusinn (Pereskia) hefur breið, sporbaugótt blöð og lík- ist alls ekki kaktus í fljótu bragði. Blómin eru hvít eða rauðleit, aldinin gul og berkennd. Sumir fíkjukaktusar (Opuntia) bera 1. mynd. Opuntia microdasys.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.