Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1959, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1959, Blaðsíða 27
__________________NÁTTÚRUFRÆBINGURINN________________27 fengið þá ósk sína uppfyllta að hafa í höndunum gen, sem hægt er að gera tilraunir með utan hinnar lifandi frumu. Má vera, að slíkar tiiraunir gefi upplýsingar, sem auka skilning manna á því, hvernig genin endurmótast. Það er margt, sem bendir til, að flest enzym bakteríunnar haldi áfram að starfa, eftir að sýking með veirukjarnasýru hefur farið fram. Þau vinna áfram að orkuframleiðslunni og við að búa til byggingarefni, bæði í eggjahvítuefni og kjarnasýrur. Höfuðmun- urin á sýktri frumu og heilbrigðri er sá, að byggingarefni þessi eru ekki notuð tii vaxtar og viðhalds þeirrar fyrrnefndu, heldur til þess að framleiða eggjahvítuefni og kjarnasýru veiranna. Fjöldi þeirra veira, sem verða til í hverri bakteríu, áður en hún springur, er nokkuð mismunandi, en oft tvö til þrjú hundruð. Ýmislegt bendir til, að auk þess myndist enzym inni í bakteríunni fyrir tilhlutan veirukjarnasýrunnar og að þetta enzym leysi bakt- eríuvegginn í sundur, svo að bakteríuæturnar komast út. Líklega er um sams konar enzym að ræða og það, sem er í hala bakteríu- ætanna. Sú atburðarás, sem hér hefur verið rakin, tekur um 25 mínútur við hagstæð skilyrði. Samskipti bakteríu og bakteríuæta eru ekki alltaf með þeim hætti, sem lýst hefur verið hér að framan. Menn tóku snemma eftir því, að stundum var hægt að sýkja bakteríugróður með vökva, sem tekinn hafði verið af gróðri af öðrum bakteríustofni, sem var að því er virtist alheilbrigður. Nærtækasta skýringin á þessu fyrir- brigði var sú, að flestar bakteríurnar af síðara stofninum væru ónæmar fyrir þeirri bakteríuætu, sem um var að ræða, en að ann- að slagiö' breyttust einstakar bakteríu í gróðrinum við stökkbreyt- ingu, þannig að þær yrðu næmar. Það mátti þá hugsa sér, að þess- ar bakteríur sýktust af veirunum og fjölguðu þeim og að þann- ig væri séð fyrir viðhaldi þeirra í gróðrinum. Það kom í ljós við tilraunir, að oft gat þessi skýring ekki staðizt. Gró af bakteríustofni, sem hagaði sér á þennan hátt, voru látin við hitastig, sem vitað var að drap bakteríuæturnar, en ekki gróin. Þvínæst voru þau látin spíra í dauðhreinsuðum næringarvökva, og eftir nokkurn tíma voru komnar bakteríuætur í vökvann, sem hægt var að sýkja með annan gróður. Þetta benti til þess, að veirurnar hefðu verið inni í gróunum, þegar þau voru hituð. Eftirfarandi tilraun var einnig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.