Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN stig en milljón gráður, en jafnvel þó að hitastigið sé nokkrar milljónir gráða, er samruninn mjög hægfara og hjálpar lítið sem ekkert til þess að halda við hinum háa hita. Eftir því sem hitastigið hækkar, gengur samruninn hraðar, en þá hlýtur líka varmatapið að aukast frá hinu heita efni. Upphitunin ætti þó að aukast örar en kælingin, og útreikningar benda til þess, að við nokkur hundruð milljón gráður verði orkuframleiðslan í venjulegu þungu vetni nægilega ör til þess að halda við hinu háa liitastigi. Þetta hita- stig svarar til íkveikjuhitans við venjulegan bruna. Eftir að því er náð, sér samruni kjarnanna, eða kjarnbruninn, fyrir nægilega háum hita til þess að samruninn geti gengið af sjálfu sér. Ef þrí- þungu vetni er blandað í, ætti íkveikjuhitinn að lækka niður í 40— 50 milljón gráður. Hér er þó reiknað með því að hægt sé að liindra alla varmaleiðslu, svo að kælingin verði eingöngu við útgeislun. Ýmsar fleiri kjarnbreytingar koma til greina, einkurn með hækk- andi hitastigi, en vetniskjarnarnir virðast álitlegastir, hvað snertir orkuvinnslu við jarðneskar kringumstæður. Vitneskja Jressi hefur ekki fengizt með tilraunum við háan hita, heldur með því að athuga samruna kjarna, sem skotið er saman al miklu afli í þar til gerðum tækjum. Af þessum athugunum hefur einnig mátt draga ályktanir um, hvaða kjarnbreytinga mætti vænta við aðstæður þær, sem ríkja í miðju sólar. Hitastigið er þar að vísu aðeins 20 milljón gráður, en sökum hinnar miklu fjarlægðar til yfirborðsins er kælingin lítil og jafnvel mjög hægfara kjain- breyting getur haldið liitanum við. Hér kernur fyrst og fremst til greina samruni léttra vetniskjarna, eða prótóna. Þessi kjarnbreyt- ing hentar ekki við jarðneskar kringumstæður vegna þess að hún er hægfara, jafnvel við há hitastig, en í sólinni er nægur tími til stefnu og það má telja líklegt, að sólin fái hita sinn aðallega frá samruna léttra vetniskjarna, sem mynda helíum. Samruni þessi getur bæði gengið beint og einnig með þyngri kjarna (kolefni, köfnunarefni og súrefni) sem milliliði, en heildarútkoman verð- ur í báðum tilfellum sú, að Ijórar prótónur sameinast og rnvnda fjórþungan helíumkjarna og tvær jákvæðar elektrónur. Aðstæður þær, sem hugsanlegt er að skapa fyrir samruna léttra atómkjarna hér á jörðinni, verða óhjákvæmilega mjög frábrugðn- ar Jrví, sem er í sólinni. Það sem mestu máli skiptir, er að varma- tapið ltlýtur að verða mikið. Jafnvel þó að það tækist að hindra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.