Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1959, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1959, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 17 Halldór Þormar: Bakteríuætur Sú grein veirufræðinnar, sem einna mest grózka hefur verið í nú um langt skeið, fjallar um bakteríuveirur. Veirur þessar leggjast á bakteríur, eins og nafnið bendir til, og er varla til sú bakteríu- tegund, sem ekki getur sýkzt og drepizt af völdum þeirra. Bakteríuveirur voru fyrst uppgötvaðar árið 1915. Franskir bakt- eríufræðingar tóku eftir því eitt sinn, þegar þeir voru með samfelld- an bakteríugróður á agarplötu, að það voru sérkennilegir blettir í gróðrinum. Við nánari athugun kom í ljós, að í blettum þessum var gróðurinn dauður og bakteríurnar brotnar sundur í smábúta. Þeir hrærðu leifarnar af bakteríugróðrinum upp í saltvatni og sí- uðu hann síðan í gegnum bakteríuþétta postulínssíu. Þvínæst var örsmáum dropum af síuðum vökva dreypt á heilbrigðan og sam- felldan gróður á agarplötu. Komu þá innan skamms ljósir blettir í hann, og að lokum leystist hann allur í sundur. Það var því aug- ljóst, að vökvinn innihélt bakteríudrepandi efni. Það kom brátt í ljós, að magn þessa efnis jókst í lifandi bakteríu- gróðri, því að halda mátti áfram, að því er virtist endalaust, að flytja það úr einum gróðri í annan, jafnvel þótt það væri þynnt margfald- lega í hvert skipti. Hins vegar var ekki hægt að auka magn þess í næringarvökva eða á næringaragar einum saman. Efni þetta hafði því öll einkenni veira: Það var gert úr örsmá- um einingum, sem voru ósýnilegar í smásjá og fóru gegnum bakt- eríuþétta síu. Magn þess jókst ekki í neinum þekktum næringar- vökva, heldur í lifandi frumum, sem sýktust og drápust af völdum þess. Veirur þessar lögðust eingöngu á bakteríur, en sýktu hvorki dýr né æðri plöntur. Þær voru miklu fljótvirkari en dýra- og plöntu- veirur.. Bakteríugróðurinn drapst venjulega á 30—60 mínútum eftir sýkingu. Var einna líkast, að veirurnar ætu bakteríurnar í sundur. Voru þær því nefndar bakteríuætur. Næstu áratugina jókst þekking manna á bakteríuætum lítið. Ár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.