Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 36
30 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN geyma það langtímum saman. Þeir hafa orðið að fórna blöðunum, því að það gufaði allt of mikið út um þau. Hafa grænu eða grá- leitu stönglar kaktusanna tekið að sér hlutverk blaðanna. Stöngl- arnir eru þykkir og yfirborðið lítið, svo að tiltölulega lítið gufar út úr þeim. Margir kaktusar vaxa fremur hægt, því útgufun og nær- ingarstarfsemi eru hægfara að jafnaði. Þó eru tif all-hraðvaxta kakt- usar. Kaktusstönglar eru haglega útbúnir sem vatnsforðabúr og er um 98% af þunga þeirra vatn. Stönglarnir eru greinalausir, eða a. m. k. greinafáir, margir hverjir sívalir sem súlur, sumir þó flatir, mjög margir hnöttóttir, svo að yfirborðið verður svo htið sem unnt er. Allmargir geyrna vatn í gildum, hnöllóttum rótum. Þannig eru hinir gildvöxnu, blaðlausu, safaríku kaktusar mjög sérstæðar þurrk- og eyðimerkurplöntur. En þessarri miklu sérhæfingu eða aðlögun óbyggðalífsins fylgir einnig hætta. Kaktusar og aðrar svipaðar plönt- ur vaxa strjált að jafnaði og eru oft nær eini gróðurinn á stórum svæðum eyðimerkurlands og blásinna fjallaauðna. Hverskonar dýr ráðast að hinum fáu plöntum til að seðja hungur sitt. Einhvern tíma aftur í grárri forneskju, komu fram á þróunarbraut kaktusanna teg- undir með þyrnum, sem dýrin sneiddu hjá. Smám saman fór fram náttúru úrval; þyrnóttu tegundunum vegnaði, að öðru jöfnu, bet- ur en hinum, þær voru varðar ásókn dýranna, juku kyn sitt í friði og erfðu landið. Nú eru flestir kaktusar búnir einhvers konar þyrn- um eða nálhvössum hárum sér til varnar. Hinn frægi jurtakynbótamaður Lúther Burbank o. fl. reyndu með úrvali og víxlfrjóvgun að framleiða þyrnalausa kaktusa. Hef- ur náðst nokkur árangur að vísu, en þó gengið fremur erfiðlega að ná burtu þyrnunum, sem móðir náttúra hafði verið þúsundir ára að skapa og þroska. Eða milljónir ára, hver veit? Margir þyrna- lausir eða þyrnafáir kaktusar eru góðir til matar og úti í náttúr- unni mundu slíkir kaktusar vera kúrekum og hjörðum þeirra náð- argjöf. I sumum kaktusþyrnum er viðarkvoða. Sitja þeir lengi, jafnvel áratugi á stönglunum. Oft liggja þeir í hrúgum á jörðinni, þegar kaktusarnir eru rotnaðir að öðru leyti. Margir eru þyrnarnir hinir skrautlegustu, hárauðir, Ijósrauðir, brúnir, appelsínugulir, purp- uralitir eða hvítir. í heitustu og þurrustu héruðunum bera margir kaktusar utan á sér heila bendu af samanflæktum, þéttum og löng- um þyrnum. Hlífa þyrniflækjurnar sennilega eitthvað fyrir hinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.