Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1959, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1959, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN má hins vegar ekki koma í snertingu við nokkurn hlut vegna þess að við snertinguna mundi það kólna á augabragði. I þessu ástandi leiðir efnið nefnilega bæði hita og rafmagn miklu betur en við eigum að venjast, en það er skiljanlegt, þar sem hér er um að ræða frjálsar rafagnir (elektrónur og atómkjarna), sem geta ferðast næst- um hindrunarlaust. Því hærra sem hitastigið er, því meiri þrýsting þarf til þess að halda plasmanu saman, og gildir þar sama lögmál eins og fyrir loft- tegundir. Þess vegna kemur ekki til mála að hægt sé að halda efni í plasmaástandi nema það sé mjög þunnt, miklu þynnra en and- rúmsloftið. Annars verður þrýstingurinn óviðráðanlegur. Plasma er hægt að búa til með því að senda mjög sterkan raf- straum í gegnum þunnt gas, en ástandið helzt aðeins örskamma stund. Til þess að haida plasmaástandinu við, þarf fyrst og fremst að hindra snertingu milli plasmans og annarra hluta, eri auk þéss þarf stöðugt að tilfæra mikla orku til þess að vega upp á móti hitatapinu. Ef hitastigið verður nægilega hátt er hugsanlegt, að þessi orka geti komið frá samruna léttra atómkjarna'. ¦ Þáttur segulsviðsins við meðhöndlun hinna heitu efna. Loft er hægt að láta í flösku og setja tappa í stútinn, þá er vel fyrir því séð og það geymist um ófyrirsjáanlegan tíma. Svona auð- velt er ekki að geyma efni í plasma-ástandi. Flaskan getur ekki haldið plasmanu samþjöppuðu, heldur kælir það, um leið og eitt- Iivað af efninu í veggjum flöskunnar gufar upp. Inni í flöskunni er þá ekki lengur um neitt plasma að ræða. En hvernig er þá hægt að hefta útbreiðslu plasmans? Það er við- fangsefni, sem fljótt á litið virðist óleysanlegt. Þegar betur er að gáð kemur þó í ljós, að einn af hinum sérstæðu eiginleikum plasma-ástandsins kemur hér í góðar þarfir, en það er hin háa' raf leiðni. Efni, sem leiða vel rafstraum, verða fyrir kraftaverkunum ef þau hreyfast í segulsviði, og með segulsviði má því hafa áhrif á hreyfingar plasmans. Sterkt segulsvið torveldar mjög hreyfingar plasmans þvert á stefnu sviðsins. Rafögn, sem hreyfist þvert á seg- ulsvið, verður fyrir krafti, sem breytir stöðugt stefnunni þannig að ögnin kemst lítið úr stað. Hins vegar er ekkert sem hindrar' hreyf- ingu agnarinnar, ef hún fylgir stefnu segulsviðsins: Plasma-agnir, sem koma úr veiku segulsviði inn í sterkt segulsvið, snúá við í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.