Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 46
40
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
um hybridum) er einnig sjaldgæfur slæðingur, varablómaættar, eins
og hjálmgrösin. í Flóru aðeins getið í garði í Hafnarfirði. Sá hana
bæði í Reykjavík og í kartöflugarði við bæinn Þyril í Hvalfirði s. 1.
sumar.
Við volgan læk að Sólheimum í Grímsnesi hefur brunnperla
(Nasturtium aquaticum) vaxið í allmörg ár í góðu gengi — og ekki
annars staðar á landinu svo mér sé kunnugt. Hefur sennilega slæðzt
út frá ræktun. Þetta er fjölær jurt, krossblómaættar, með liálfskríð-
andi, safamikla, mjúka stöngla og vex þarna í flækjum. Blóm hvít,
aldin íbognir skálpar. Slæðingur á Norðurlöndum. Er sums staðar
erlendis ræktuð til matar.
Gulur steinasmári (Melilotus officmalis) er fágætur gulblómgað-
ur slæðingur, skyldur smára og með svipuð blöð. Óx s. 1. sumar í
Reykjavík og að Þórisstöðum í Grímsnesi, vöxtulegur vel, um 50
cm. á hæð.
Mýraberjalyng (Oxycoccus microcorpus) er mjög sjaldgæft um
sunnanvert landið. Sumarið 1958 fann Óli Valur Hansson, garð-
yrkjuráðunautur, það nálægt Miklholti í Biskupstungum.
Gullperla eða skógarflækja (Rorippa silvestris). Grannvaxin, gul-
blómguð jurt, breiðist út við Birkilund í Biskupstungum. Kvað
hafa borizt þangað með norskum trjáplöntum.
Gyltufifill (Sonchus oleraceus), Syðri-Reykjum í Biskupstungum.
Líkist galtarfífli (sbr. Flóru), en blöðin linari og með stórurn enda-
bleðli. Hérafifill (Lapsana comunis) sama stað. Ber margar smáar,
gular körfur. Báðir mjög sjaldgæfir, einærir.
Skrúðsklukka (Campanula fragilis), breiðist út í trjágarðinum
Skrúð í Dýrafirði. Stönglar greinóttir, grannir og hálfskriðulir,
smá, tennt, hjartalaga blöð og fjöldamörg smá blóm, blá með
livítri miðju. Heimkynni Ítalía. Ræktuð úti í hengikörfum er-
lendis.
Kettlingatunga (Plantago indica). Sérkennileg, einær kattartungu-
tegund með greinóttan stöngul og fremur mjó, gagnstæð blöð.
Blómöxin stutt og gild. Öll jurtin hærð. Slæðing þennan fann
Hörður Sigurðsson, garðyrkjufræðingur, á sorphaug í Reykjavík
seint í sept. og skoðaði ég jurtina í grasasafni hans.
Ingólfur Davíðsson.