Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1959, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1959, Blaðsíða 8
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ©- ©,*** © © SEGUL- SVIÐ *0^(§»ó •: ©s2; 5. mynd. Sterkt segulsvið verkar sem veggur á hreyf- ingar plasma-agnanna þvert á stefnu segulsviðsins, sem hér veit beint inn í blaðið. sterka sviðinu og leita aftur þangað, sem sviðið er veikara. Sterkt segulsvið verk- ar því að vissu leyti sem veggur gagn- vart plasmanu og getur hindrað út- breiðslu þess. Með því að vinda rafleiðslu utan um aflangt hylki og senda straum í gegnum hana, má fá segulsvið, sem hefur sömu stefnu og hylkið. Þetta segulsvið getur varnað því að plasma, sem myndast inni í hylkinu, snerti hliðar þess. Endarnir eru þó óvarðir, þar sem plasmað getur hreyft sig óhindrað í stefnu segulsviðsins, en með því að gera segulsviðið sterkara til endanna, má fá megnið af plasma-ögnunum til að snúa við áður en þær rekast á enda ílátsins. Hvað verkanirnar snertir má hér líkja segulsviðinu við ílát, enda þótt ekkert efni sé í veggjum þess, eins konar flösku með tappa í báðum endum, en ef til vill lekur þó eitthvað með töppunum. 6. mynd. Segulflaska. Rafstraumur í þræðin- um, sem undinn er ut- an um hylkið, skapar iegulsvið inni í hylkinu og heldur plasmanu frá hliðum þess. Plasma- agnirnar hreyfast óhindrað í stefnu seg- ulsviðsins, en með því að gera það sterkara við endana, má fá þær til að snúa við áður en þær rekast á vegginn. Á myndinni sjást kraftlínur segulsviðsins, því þéttari sem sviðið er sterkara. Það er þó engan veginn eins auðvelt að meðhöndla plasma í segulflösku eins og loft í venjulegri flösku. í samskiptum plasmans og segulsviðsins kemur fram óstöðugleiki og sveiflur af ýmsu tagi, sem ekki hefur ennþá tekizt að sigrast á nema að litlu leyti. Hér er þó fundin aðferð til þess að hafa áhrif á plasmað, án þess að það þurfi að snerta nokkurn hlut. Með segulsviði er hægt að hefta út- breiðslu þess, þrýsta því saman eða beina hreyfingum þess í ákveðn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.