Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 14
8
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
0>-:
©^0^
©-
©-©
>
SEGUL-
SVIÐ
5. mynd. Sterkt segulsvið
verkar sem veggur á hreyf-
ingar plasma-agnanna þvert
á stefnu segulsviðsins, sem
hér veit beint inn í blaðið.
sterka sviðinu og leita aftur þangað, sem
sviðið er veikara. Sterkt segulsvið verk-
ar því að vissu leyti sem veggur gagn-
vart plasmanu og getur hindrað út-
breiðslu þess.
Með því að vinda rafleiðslu utan um
aflangt hylki og senda straum í gegnurn
liana, má fá segufsvið, sem hefur sömu
stefnu og hylkið. Þetta segulsvið getur
varnað því að plasma, sem myndast inni í
hyfkinu, snerti hliðar þess. Endarnir eru
þó óvarðir, þar sem plasmað getur hreyft
sig óhindrað í stefnu segulsviðsins, en
með því að gera segulsviðið sterkara til
endanna, má fá megnið af plasma-ögnunum til að snúa við áður en
þær rekast á enda ílátsins. Hvað verkanirnar snertir má hér líkja
segulsviðinu við ílát, enda þótt ekkert efni sé í veggjum þess, eins
konar flösku með tappa í báðum endum, en ef til vill lekur þó
eitthvað með töppunum.
6. mynd. Segulflaska.
Rafstraumur í þræðin-
um, sem undinn er ut-
an uni hylkið, skapar
>egulsvið inni í hylkinu
og heldur plasmanu frá
hliðum þess. Plasma-
agnirnar hreyfast
óhindrað í stefnu seg-
ulsviðsins, en með því
að gera það sterkara við endana, má fá þær til að snúa við áður en þær rekast
á vegginn. Á mvndinni sjást kraftlínur segulsviðsins, því þéttari sem sviðið
er sterkara.
Það er þó engan veginn eins auðveft að meðhöndla plasma í
segulflösku eins og loft í venjulegri flösku. í samskiptum plasmans
og segulsviðsins kemur fram óstöðugleiki og sveiflur af ýmsu tagi,
sem ekki hefur ennþá tekizt að sigrast á nema að litlu feyti. Hér er
þó fundin aðferð til þess að hafa áhrif á plasmað, án þess að það
þurfi að snerta nokkurn hlut. Með segulsviði er hægt að liefta út-
breiðslu þess, þrýsta því saman eða beina lireyfingum þess í ákveðn-