Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1959, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1959, Blaðsíða 34
34_________________NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN____________________ Af fíkjukaktusum (Opuntia) munu vera til um 250 tegundir og eru þeir útbreiddasta ættkvísl kaktusanna. Vaxa sumir þeirra lengst norður allra kaktusa. Nokkrar tegundir eru ræktaðar í kaktusgörð- um og margar sem ágæt þyrnigerði í Mexíkó og suðvestur Banda- ríkjunum. Vaxa sumar þeirra allört. Sumir fíkjukaktusar eru næsta stórvaxnir, aðrir klifra eða skríða við jörð. Hinn nytsami Nopal- fíkjukaktus líkist reglulegu tré í vexti og verður allt að 5 m. á hæð. Indíánar o. fl. eta aldin hans hrá og gera einnig úr þeim kaktusost, sýróp og te. Stönglarnir etnir soðnir. Tré-kaktusinn (Cholla) var fluttur til Ástralíu. Þar kunni hann vel við sig og breiddist út svo gríðarlega, að hann er orðinn að skæðasta „illgresi" og kallaður „reipi djöfulsins". Margir smáir kaktusar teljast til ættkvíslar vörtukaktusa (Mam- millaria). Eru margar þeirra ræktaðar í görðum hlýrra landa og sem stofublóm í norðlægum löndum. Sumir þeirra eru aðeins fáir cm. á hæð, of't hnöttóttir eða hnútóttir, og vaxa oft í þéttum þyrp- ingum eða haugum. Um 200 tegundir. Taldir að sumu leyti hafa náð lengst á þróunarbrautinni, eru m. a. alveg blaðlausir. Ræktaðir eru í gluggum ýmsir fagurvaxnir vörtukaktusar, sem oft eru nærri hnöttóttir á unga aldri, en verða síðar aflangir eða eins og sívaln- ingar, alsettir yddum, strendum eða sívölum vörtum í gormsnún- um röðum. Blómin spretta í lægðunum milli vartanna. Það eru mörg en fremur smá ýmislega lit dagblóm. M. bocasana er hvítloð- inn með langa, öngulbogna þyrna í hárinu. Sumir bera hvíta stjörnuþyrna. Til ígulkaktusa (Echinocactus) teljast margar tegundir. Eru sumar kúlumyndaðar, alsettar hvössum þyrnum og bera margir hverjir toppstæð stór og fögur blóm. Nokkrir ræktaðir í stofum. En til eru líka mjög stórvaxnar tegundir ígulkaktusa. T. d. verður „Kaliforníu Barrel" nærri 3 m á hæð og 30—40 cm í þvermál. Stærstur mun vera Bisnagakaktusinn í Mið Mexíkó. Hann verð- ur 2—3 m á hæð, metri eða meir í þvermál og vegur allt að fjögur þúsund pund. Talinn geta orðið um þúsund ára gamall. Þessir ígul- kaktusar eru merkilegir fyrir margra hluta sakir. „Vinur ferða- mannsins og áttaviti eyðimerkurinnar" (The Travellers Friend) er einhver hinn frægasti þeirra. Hægt er að svala þorsta sínum á safa ýmissa ígulkaktusa og er „vinur ferðamannsins" í suðvestur-Arizona kunnastur þeirra. Menn taka blátoppinn af hinum súlulaga kakt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.