Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 21 ætu eru taldar á þann hátt, að þynningar eru gerðar a£ vökvanum, sem þær eru í, og ákveðnu rúmmáli af liverri þynningu þvínæst hellt á næringaragar ásamt allmiklu magni af bakteríum. Bakterí- urnar vaxa og mynda samfellda gróðurbreiðu á agarplötunni, en sérlrver bakteríuæta veldur því, að kringlótt eyða eða blettur kem- ur í gróðurinn. í lægstu þynningunum eru þeir venjulega of marg- ir til þess að hægt sé að telja þá, en í einni eða tveimur af hæstu þynningunum má auðveldlega aðgreina einstaka bletti. Fjöldi þeirra er margfaldaður með þeirri tölu, sem gefur þynninguna til kynna, og fæst þá út fjöldi bakteríuætanna í óþynntum vökva. Þær spurningar varðandi samskipti veira og baktería, sem menn vilja fá svar við, eru fernskonar: 1) Hvernig berst bakteríuætan á yfirborð bakteríunnar og hvernig festist hún þar? 2) Hvernig fer hún inn í bakteríuna? 3) Hvernig hagar hún sér inni í bakteríunni og þá einkum, hvernig fjölgar henni? 4) Hvernig komast hinar nýju bakteríuætur út úr bakteríunni? Þessar spurningar verða nú ræddar hver um sig. Rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið, hafa nær eingöngu snúizt um kólíætur, eins og áður var sagt. Þegar mönnum hafði tekizt að sjá kólíætur í rafeindasjá og þeir höfðu uppgötvað hina sérkennilegu lögun þeirra, kom fram sú hug- mynd, að þær hefðu eigin hreyfingu. Voru ýmsir á þeirri skoðun, að þær syntu með halanum að bakteríunum, á svipaðan hátt og frjó synda að eggi, og smygju síðan inn í þær. Rannsóknir með raf- eindasjá virtust í fyrstu styðja þessa hugmynd. Þegar kólíbakterí- um og kólíætum var úðað á kollódíum-himnu, strax eftir að þeim var blandað saman, og droparnir síðan loftþurrkaðir, sneru allar kólíæturnar bolnurn í áttina að þeirri bakteríu, sem lá næst þeim á himnunni. Leit út eins og þær hefðu verið á sjálfstæðri lireyfingu að bakteríunni. Þegar frostþurrkunar-aðferðin var tekin í notk- un, kom í ljós, að þetta var í rauninni blekking, sem stafaði af því, að dropinn þornaði í áttina að bakteríunni, og vatnið dró bakteríu- æturnar með sér og sneri þeim þannig, að þyngri endinn vissi í straumstefnuna. Myndir af frostþurrkuðum dropum sýndu, að bakt- eríuæturnar lágu alla vega á himnunni umhverfis bakteríuna, og er lega þeirra sennilega ákveðin af Brownskum hreyfingum í vökv- anum. Á slíkum myndum sáust líka bakteríuætur, sem höfðu festst á bakteríuveggnum. Kom fljótlega í ljós, að endinn á halanum fest- ist á veggnum, en ekki bolurinn eins og áður var álitið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.