Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 17 Halldór Þormar: Bakteríuætur Sú grein veirufræðinnar, sem einna mest grózka hefur verið í nú um langt skeið, fjallar um bakteríuveirur. Veirur þessar leggjast á bakteríur, eins og nafnið bendir til, og er varla til sú bakteríu- tegund, sem ekki getur sýkzt og drepizt af völdum þeirra. Bakteríuveirur voru fyrst uppgötvaðar árið 1915. Franskir bakt- eríufræðingar tóku eftir því eitt sinn, þegar þeir voru með samfelld- an bakteríugróður á agarplötu, að það voru sérkennilegir blettir í gróðrinum. Við nánari athugun kom í ljós, að í blettum þessum var gróðurinn dauður og bakteríurnar brotnar sundur í smábúta. Þeir hrærðu leifarnar af bakteríugróðrinum upp í saltvatni og sí- uðu hann síðan í gegnum bakteríuþétta postulínssíu. Þvínæst var örsmáum dropum af síuðum vökva dreypt á heilbrigðan og sam- felldan gróður á agarplötu. Komu þá innan skamms Ijósir blettir í hann, og að lokum leystist hann allur í sundur. Það var því aug- Ijóst, að vökvinn innihélt bakteríudrepandi efni. Það kom brátt í ljós, að magn þessa efnis jókst í lifandi bakteríu- gróðri, því að halda mátti áfram, að því er virtist endalaust, að flytja það úr einum gróðri í annan, jafnvel þótt það væri þynnt margfald- lega í hvert skipti. Hins vegar var ekki hægt að auka magn þess í næringarvökva eða á næringaragar einum saman. Efni þetta hafði því öll einkenni veira: Það var gert úr örsmá- um einingum, sem voru ósýnilegar í smásjá og fóru gegnum bakt- eríuþétta síu. Magn þess jókst ekki í neinum þekktum næringar- vökva, heldur í lifandi frumum, sem sýktust og drápust af völdum þess. Veirur þessar lögðust eingöngu á bakteríur, en sýktu hvorki dýr né æðri plöntur. Þær voru rniklu fljótvirkari en dýra- og plöntu- veirur.. Bakteríugróðurinn drapst venjulega á 30—60 mínútum eftir sýkingu. Var einna líkast, að veirurnar ætu bakteríurnar í sundur. Voru þær því nefndar bakteríuætur. Næstu áratugina jókst þekking manna á bakteríuætum lítið. Ár-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.