Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 38
32 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN unum. Vaxa þeir einkum á þurrum, grýttum hásléttum og í hömr- óttum fjallagiljum, þar sem jarðvegur er fremur gljúpur. Ekki eru samt allir kaktusar „börn heitu óbyggðanna“. Margar tegundir eiga heima í Texas, Nýju-Mexíkó; og í sléttufylkjum Bandaríkj- anna verða þeir að þola margra gráðu frost og eru oft þaktir snjó. Sumir kaktusar vaxa líka hátt í Andesfjöllum. Rúmlega tylft teg- unda vex á gresjum miðfylkja Bandaríkjanna og menn vita um 14 kaktustegundir í votlendi og hólmum Flóridaskagans. Sumar teg- undir hafa breiðst út langt frá heimkynnum sínum og eru komnar norður í Alberta og „Brezku- Kolumbíu“. Aðrar hafa lagt leið sína í suðurátt, gegnum Mið- Ameríku, og allt suður í Pata- góníu og jafnvel alveg að Ma- gellansundi. Þótt Ameríka sé heimkynni kaktusanna hafa þó allmargar tegundir borizt til annarra lieims- álfa. Algeng næturblómgandi CereMí-tegund hefur öldum sam- an verið ræktuð í Kína og all- lengi á Havajieyjum. Á strönd- um Miðjarðarhafsins eru kaktus- ar nú víða all-algengir, einkum Opuntia-tegundir. Talið er að kaktusarnir hafi verið fluttir þangað í fyrstu frá Mexikó á 16. öld, en hafa síðan breiðst mjög út og vaxa sem villtir væru. Kaktusar eru einnig komnir til Ástralíu, Madagaskar, Suður-Afríku og Ceylon. Hafa fræ e. t. v. borizt með fuglum í fyrstu — og síðan einnig með mönnum. Vaxa nú víða sem „heima hjá sér“. Yfir 200 kaktustegundir vaxa villtar í Bandaríkjunum. Næst öðrum blómplöntum standa sennilega Bar- bados eða ribsberjakaktusarnir. Þeir bera blöð á þyrnóttum stöngli. Barbadoskaktusinn (Pereskia) hefur breið, sporbaugótt blöð og lík- ist alls ekki kaktus í fljótu bragði. Blómin eru hvít eða rauðleit, aldinin gul og berkennd. Sumir fíkjukaktusar (Opuntia) bera I. mynd. Opuntia microdasys.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.